Annað árið í röð standa veiðirétthafar Hlíðarvatns í Selvogi fyrir opnum degi og bjóða öllum sem vilja að reyna fyrir sér í vatninu. Þrátt fyrir sterka umræðu um aflabrest í vatninu nú í sumar, í það minnsta annað sumarið í röð, þá er vatnið og umhverfi þess eftir sem áður eitt það fallegasta sem veiðimönnum býðst hér sunnan- og suðvestanlands.
Boðið stendur nú á sunnudaginn, 26.ágúst og verður opið í vatnið frá 10 – 17. Flestir ef ekki allir veiðirétthafar verða á staðnum og opna hús sín; Stangaveiðifélag Selfoss, Stangveiðifélag Hafnarfjarðar, Ármenn og Árblik. Þeim sem ekki þekkja til vatnsins er bent á prýðilega umfjöllun Ármanna sem má nálgast hér , kynningu veida.is á svæði Árbliks eða kíkja á smá umfjöllun hér á blogginu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðum veiðirétthafa hér að ofan.