Að halda úti bloggi er góð skemmtun og sérstaklega þegar það virðist vekja einhverja eftirtekt og einhverjum ánægju. Í gær, föstudaginn 20.júlí kom nokkuð óvæntur toppur í heimsóknirnar á bloggið.
783 heimsóknir á einum degi, fyrra metið var 533 frá því um svipað leiti í fyrra og nú hafa innlitin á bloggið skriðið yfir 85.000 frá því ég byrjaði á þessari dellu í maí 2010. Ég hef sagt það áður og segi það enn, mín laun fyrir þetta spjall eru heimsóknirnar og mér finnst eins og ég hafi fengið einhvers konar jólabónus í gær.
Ég hafði hugsað mér að launa lesendunum mínum innlitin þegar nýjum toppi væri náð og nú fer ég á fullt að skoða málið í samvinnu við góða aðila. Meira um það þegar málin skýrast. Bestu þakkir fyrir mig, nú er ekkert annað að gera en að setjast niður og sjóða saman greinar fyrir næstu vikur…. gott að nýta rokið og rigninguna til þess svona inn á milli veiðiferða.
Ummæli
21.07.2012 – Gústaf Ingvi: Þetta er líka stór skemmtileg síða hjá þér og áttu hrós skilið fyrir. keep up the good work
23.07.2012 – Sigurjón: Þetta er frábær síða sem ég er farinn að lesa reglulega svo það er ekkert skrýtið að hún sé farin að vekja athygli. Takk fyrir mig.
Þetta er líka stór skemmtileg síða hjá þér og áttu hrós skilið fyrir. keep up the good work 🙂
Þetta er frábær síða sem ég er farinn að lesa reglulega svo það er ekkert skrýtið að hún sé farin að vekja athygli. Takk fyrir mig.