Allt of oft ber það við að við einblínum á það neikvæða í umhverfi okkar og samskiptum við náungann sbr. nýlega umræðu um slælega umgengni við Þingvallavatn og fleiri staði. Auðvitað er rétt að benda á það sem betur má fara og þá líka….. það sem vel er gert.

Í nýjasta tölublaði Veiðislóðar, sem laumaðist í pósthólfið mitt í dag er einmitt ágæt grein um það hvenær vöðlurnar okkar eru ónýtar. Skemmtileg tilviljun ef ekki væri nema fyrir það að ég upplifði ótímabært andlát neophrene vöðlanna minna um síðustu helgi. Stígvélin einfaldlega fóru að leka víðsvegar án nokkurra sýnilegra áverka. Auðvitað fannst mér þetta frekar dapurt af ‚nýjum‘ vöðlum að vera svo ég ákvað að renna með þær, þó ekki væri nema til að sýna strákunum í Vesturröst hvernig þær hefðu farið án þess endilega að gera ráð fyrir einhverjum greiða í staðinn. En, það var nú öðru nær. Menn tóku málið föstum tökum af mikilli fagmennsku og voru fljótir að greina meinið og buðu mér nýjar vöðlur með lítilli milligjöf. Þar sem ég er með eindæmum kulvís, urðu nýjar Airflo neophrene vöðlur fyrir valinu og nú bíðum við, ég og vöðlurnar bara eftir næsta veiðitúr með óþreyju. Flott og góð þjónusta, lofið hljóta þeir sem eiga það.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.