Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þessi árvissi viðburður er tilvalinn fyrir þá sem vilja kynna sér stangveiði eina dagstund án endurgjalds. Fjöldi vatna, 28 að tölu verða opin almenningi; Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn fyrir landi Þjóðgarðsins , Úlfljótsvatn, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn, Eyrarvatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatn, Baulárvallavatn, Haukadalsvatn, Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði, Syðridalsvatni í Bolungarvík, Hópið, Höfðavatn, Vestmannsvatn, Botnsvatn, Ljósavatn, Hraunhafnarvatn, Æðarvatn, Arnarvatn, Kringluvatn, Urriðavatn, Langavatn í Breiðdal, Víkurflóð og Þveit. Nánar um veiðidaginn á heimasíðu LS og í bæklingi sem nálgast má hér.
Senda ábendingu