Fastur úlnliður

Við hjónin áttum frábæra 2ja klst. stund með Stefáni B. Hjaltested seinni partinn í dag. Það er hverjum manni hollt að leita til sér hæfari manna og Stefán kann svo sannanlega að koma fram með gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara þegar kemur að flugukastinu. Það sem stendur uppúr hjá mér er lélegt aftara stopp og laus úlnliður, þar hafið þið það. Nú verður kaststíllinn settur undir smásjánna á næstunni og stefnan tekin á að laga lausan úlnliðinn. Ætli næsta grasflöt fái ekki að finna fyrir æfingunum næstu kvöld.

Til þeirra sem þora að takast á við eigin misbresti í flugukasti og fá gagnlegar ábendingar beini ég þeirri áskorun að setja sig í samband við Stefán í síma 553-1329 / 862-1329. Að fá því næst sem einkakennslu (2-3 í hópi) þar sem hann einbeitir sér að hverjum þátttakenda fyrir sig er ómetanlegt og flugurnar hjá karli eru heldur ekki neitt slor. Viltu eignast 1.flokks flugur á frábæru verði? Þá er Stefán maðurinn.

Núna þarf ég að leggjast í svolitla naflaskoðun, stífa úlnliðinn af og renna yfir eldri greinar um kasttækni og misbresti. Hver veit nema ég líti þær öðrum augum eftir þessa gæðastund með Stefáni. Meira um það síðar.

Ummæli

31.05.2012 – Árni JónssonÁhugavert að þú skulir einmitt nefna þetta með úlnliðinn. Þar sem að ég er nú svo heppinn að vera með æfingasvæði við hliðina á húsinu mínu, eyði ég miklum tíma einmitt þar til að einmitt vinna í þessu. Þess á milli er ég tíður gestur að viða að mér meiri fróðleik (lesist: hangi á síðunni þinni) og viti menn, rakst ég ekki á einn á YouTube sem að segir akkúrat hið mótstæða með úlnliðinn (YouTube). Þetta er greinilega ekki svo heilagt eins og ég einmitt hélt.

1 Athugasemd

  1. Áhugavert að þú skulir einmitt nefna þetta með úlnliðinn. Þar sem að ég er nú svo heppinn að vera með æfingasvæði við hliðina á húsinu mínu, eyði ég miklum tíma einmitt þar til að einmitt vinna í þessu. Þess á milli er ég tíður gestur að viða að mér meiri fróðleik (lesist: hangi á síðunni þinni) og viti menn, rakst ég ekki á einn á YouTube sem að segir akkúrat hið mótstæða með úlnliðinn. (http://www.youtube.com/watch?v=_Xm1PrYD2fM) Þetta er greinilega ekki svo heilagt eins og ég einmitt hélt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.