Í þessari viku veittist mér sú ánægja að heimsækja tvenn veiðifélög og halda smá tölu um dásemdir vatnaveiðinnar. Nú síðast í kvöld heimsótti ég alveg bráð skemmtilegan félagsskap starfsmanna RB á Veiðimessu að vori. Þetta var síðasta vísitering mín að sinni, nú tekur alvaran við, veiðin. Annars er það ekkert síður minn akkur að hitta veiðimenn og konur á svona samkomum, það má alltaf næla sér í gagnlegar upplýsingar í góðra vina hópi. Bestu þakkir fyrir gott hljóð í vetur og vonandi hafa menn og konur haft eitthvert gagn og gaman af.
