Smelltu fyrir stærri mynd

Gleðilegt sumar veiðimenn og konur.  Skv. nýlegri venju SVFR hefur verið opnað fyrir veiði í Elliðavatni þennan fyrsta dag sumars og það brást ekki í ár. Veiði mátti hefjast kl.7 í morgun og var mönnum þá gefin kostur á að fara í vatnið án greiðslu gegn því skilyrði að þeir sinntu uppkalli, þ.e. yrðu við beiðni veiðivarða sem mundu mæta síðar á staðinn og krefja menn um greiðslu, 1.200,- fyrir daginn.

Án þess að ég ætli neitt ítarlegar út í tilhögun veiðileyfa í Elliðavatni, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar í ljósi umgengni og veiði í vatninu síðustu ár að því sé holt að komast í meiri veiði, jafnvel í mikla ásókn þannig að ábyrgir veiðimenn geti haft auga með því og þeim veiðisóðum sem þangað hafa verið að slæðast síðustu ár. Léleg umgengni á sér oft stað í skjóli fámennis, með almennari aðsókn eru meiri líkur á að veiðisóðar sjái að sér og dragi sig í hlé frá vatninu. Eina áhyggjuefnið er, hvert fara þeir þá?

Annars hefur vatnshitinn í Elliðavatni verið að stíga nokkuð rólega síðustu viku og dægursveiflur nokkrar, enda búið að vera næturfrost alla síðustu viku. Eins og sjá má á meðf. mynd nær hitinn lágmarki rétt á milli kl.10 og 11 að morgni, en stígur síðan jafnt og þétt fram til kl.20 – 21 þegar hann nær hámarki. Búast má því við að fleiri veiðimenn leggi leið síðan í vatnið undir kvöldið heldur en snemma morguns. Meðf. upplýsingar eru fengnar úr Vatnshæðarmælum Veðurstofunnar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.