Ég óska öllum lesendum mínum gleðilegs nýs veiðiárs. Á þessum tímamótum er e.t.v. við hæfi að líta um öxl og taka saman helstu tölur yfir veiðiferðir og afla okkar hjónanna á liðnu ári. Veiðiferðirnar og skreppirnir urðu samtals 30 og heildarfjöldi fiska í frysti 125 stk. Nokkrar ferðir spönnuðu fleiri daga, aðrar aðeins part úr degi en  samtals urðu veiðidagarnir eitthvað um 60 síðastliðið sumar og fram á haustið. Skráðar sleppingar voru 44, en ég ef nú grun um að þær hafi verið eitthvað fleiri. Til að allrar sanngirni sé nú gætt þá verð ég víst að viðurkenna að sjö sinnum núlluðum við í veiðiferðum síðasta árs, en við vorum líka mjög dugleg að fara í misjöfnu veðri, jafnvel þegar lítillar veiði var von.

Sú veiðiferð sem er einna eftirminninlegust í mínum huga er ferð okkar í Hlíðarvatnið í lok ágúst þar sem við urðum vitni að hópun bleikjunnar og þræluðum okkur í gegnum öll fluguboxin í ótrúlegri veiði. Ómetanlegur skóli fyrir fluguveiðimanninn og einstök upplifun, svo ekki sé minnst á ánægjuna sem fylgdi því að sjá veiðifélaga taka sína fyrstu fiska á flugu.

Auðvitað verð ég síðan að geta þess stærsta sem kom á land á árinu, 8 pund 65 sm. í Langavatni í lok júlí.

Eitthvað hafði slöpp veðrátta síðasta sumars áhrif á veiðina, en ætli maður getir ekki vel við unað m.v. ofangreindar afla- og ferðatölur.

Og bloggið tók heldur betur kipp, 38.520 heimsóknir á árinu sem gera ríflega 100 innlit að meðaltali á dag. Pistlarnir og fréttirnar fóru yfir 200, allt frá persónulegum trúarjátningum til veiðigyðjunar yfir í snjallræði og ábendingar um veiði, flugur og aðferðir sem vonandi nýtast einhverjum. Gestir bloggsins voru líka duglegir að skjóta inn ábendingum og ummælum sem eykur ekkert lítið við gildi þess, bestu þakkir og hikið ekki við að deila af reynslu ykkar.

Þar sem ég er afskaplega lítið fyrir að strengja áramótaheit, læt ég mér nægja að upplýsa um markmið næstu vertíðar; taka fleiri myndir, halda ítarlega dagbók og njóta veiðinnar í tætlur.

Takk fyrir liðna árið, eigum frábært nýtt veiðiár.

Ummæli

Þorkell – 1. janúar 2012: Sæll Kristján

Ég óska þér sömuleiðis gleðilegs nýs árs og hafðu þökk fyrir öll veiðiskrifin á liðnu ári. Það undrar mig ekki að bloggið þitt njóti vinsælda vegna þess að það lýsir veiðimenningu sem ég held að ansi mörg okkar séu hluti af. Það sem ég á við hér er að þú lýsir ódýrri veiði í vötnum þar sem hlutirnir snúast ekki fyrst og fremst um að ná þeim stóra heldur það að njóta útiveru í íslenskri náttúru án þess að heimilisreksturinn fari á hliðina við það. Vissulega skiptir veiðin máli en túrinn er ekki ónýtur þótt maður núlli. Alltaf hefur maður einhverja sögu að segja að lokinni veiðiferð. Sjálfur fór ég fjórtán sinnum til veiða síðasta sumar, ýmist einn, með eiginkonunni eða veiðivinum, og allar þeirra ferða voru ódýr veiði í íslenskum vötnum og ám. Ég hef einnig gaman af því að halda utan um veiðiferðirnar á vef og rifja þær síðan upp meðan beðið er eftir að vötnin vakni til lífsins á ný. Sjá hér http://www.vefurkela.com/is/veieimal/veieisoegur

Þú heldur vonandi áfram að halda blogginu úti á nýju ári því það er skemmtileg og fróðleg lesning.

Veiðikveðjur, Þorkell

1 Athugasemd

  1. Sæll Kristján
    Ég óska þér sömuleiðis gleðilegs nýs árs og hafðu þökk fyrir öll veiðiskrifin á liðnu ári. Það undrar mig ekki að bloggið þitt njóti vinsælda vegna þess að það lýsir veiðimenningu sem ég held að ansi mörg okkar séu hluti af. Það sem ég á við hér er að þú lýsir ódýrri veiði í vötnum þar sem hlutirnir snúast ekki fyrst og fremst um að ná þeim stóra heldur það að njóta útiveru í íslenskri náttúru án þess að heimilisreksturinn fari á hliðina við það. Vissulega skiptir veiðin máli en túrinn er ekki ónýtur þótt maður núlli. Alltaf hefur maður einhverja sögu að segja að lokinni veiðiferð. Sjálfur fór ég fjórtán sinnum til veiða síðasta sumar, ýmist einn, með eiginkonunni eða veiðivinum, og allar þeirra ferða voru ódýr veiði í íslenskum vötnum og ám. Ég hef einnig gaman af því að halda utan um veiðiferðirnar á vef og rifja þær síðan upp meðan beðið er eftir að vötnin vakni til lífsins á ný. Sjá hér http://www.vefurkela.com/is/veieimal/veieisoegur

    Þú heldur vonandi áfram að halda blogginu úti á nýju ári því það er skemmtileg og fróðleg lesning.

    Veiðikveðjur
    Þorkell

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.