
Þá hefur mestu forvitninni verið svalað. Daglegar heimsóknir á síðuna hafa verið nokkuð rokkandi síðustu vikur sem er e.t.v. ekkert óeðlilegt því um þriðjungur þeirra sem svöruðu skoðanakönnuninni hjá mér eru þeir sem kíkja annars lagið á bloggið. 45% kíkja vikulega, 17% daglega, en aðeins tæp 6% nýta sér RSS þjónustu og fylgjast með blogginu í lesara (Reader).
Ef ég nota nú þessa niðurstöðu og heimfæri upp á daglegar heimsóknir síðustu fjögurra vikna þá reiknast mér til að u.þ.b. 600 lesendur séu að fylgjast með blogginu. Getur maður ekki bara verið nokkuð sáttur?
Fram að næstu vertíð, sem vonandi byrjar með stæl snemma næsta vor, hafði ég hugsað mér að bæta jafnt og þétt í fluguuppskriftirnar, einhverja punkta um hnýtingar og hnýtingarefni ásamt því sem til fellur. Vonandi svalar þetta aðeins helsta veiðikláðanum sem vill oft leggjast á veiðimenn svona yfir vetrarmánuðina.