Veraldarvefurinn er ótrúleg uppspretta upplýsinga og miðlunar. Í gegnum tíðina hef ég skráð mig fyrir hinum ýmsustu þjónustum og reynt að sanka að mér tenglum um ýmiss áhugamál, þar á meðal fluguveiði og fluguhnýtingar. Flestar samfélagssíður bjóða upp á að útbúa uppáhaldslista (favorits) eða áskriftir (subscriptions) sem auðvelda manni flokkun og yfirsýn. Um nokkurt skeið hef ég miðlað helstu samskiptasíðunum mínum hérna á blogginu og hvet menn endilega til að skoða það sem þar gefur að líta.

Flugur og skröksögur á Google +Google+ er nýjasta samfélagssíðan, ekki ósvipuð fésbókinni eins og hún var á góðri leið með að verða. Ég er í rólegheitunum að byggja mér circle, gengur hægt enda ekki mjög útbreytt samfélag enn sem komið er.

Flugur og skröksögur á FacebookFésbókina þekkja flestir, en færri virðast vita af þeim möguleika að stofna síðu (page) á bókinni. Hér miðla ég völdum greinum af blogginu og upplýsingum um aðrar Facebook síður sem ég fylgist með.

Flugur og skröksögur á Yudu

Yudu er þjónusta sem stendur öllum opin til að miðla tímaritum og greinum á netinu. Hér safna ég saman þeim tímaritum og greinum sem ég tel að eigi sérstakt erindi til stangveiðimanna.

Flugur og skröksögur á IssuuIssuu er enn önnur þjónusta þar sem notendum stendur til boða að setja inn og skoða tímarit um hin ýmsustu mál. Issuu hefur náð töluverðri fótfestu notenda á Íslandi og nokkuð er af íslensku efni á þessari síðu.

Flugur og skröksögur á VimeoVimeo er ekki ósvipuð síða og Youtube, en með aðeins öðruvísi blæ. Einhverra hluta vegna virðast atvinnumenn í ljós- og kvikmyndun sækja meira inn á Vimeo heldur aðrar síður. Mikið af góðu efni.

Flugur og skröksögur á YouTubeFormóðir allra myndmiðlunarsíðna. Ekki neinn skortur á efni, misjöfnu að gæðum en margt mjög gott á ferðinni.

Flugur og skröksögur á MokveiðiFacebook síða (page) þeirra Mokveiði-bræðra. Alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa og skoða, stiklur af þessu bloggi ásamt einni og einni klippu af Youtube síðu Gústafs Gústafssonar.

Og til að fylgjast með öllu þessu og mjög mörgu öðru nota ég Google Reader og er óspar á að gerast áskrifandi að ýmsum síðum og bloggi, það er meira að segja hægt að gerast áskrifandi að fésbókarsíðum með RSS. Og ekki má gleyma að það er hægt að gerast áskrifandi að þessu bloggi hér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.