Kannski er það aðeins mín eigin upplifun eða þá að veiðimenn eru almennt farnir að slaka meira á við veiðarnar og læra að njóta þeirra. Auðvitað eru til þeir veiðimenn sem veiða aðeins aflans vegna, en ég er aðeins að færast frá magninu að lifuninni. Í sumar sem leið stóð ég sjálfan mig að því að una nokkuð sáttur við fáa fiska í hverri ferð svo fremi mér tækist að gera vel það sem ég var að dunda við; mýkri köst, nýjar flugur, nýir staðir. Nú kann einhver að segja sem svo að þetta sé allt ein stór afsökun fyrir lélegum aflabrögðum, en svo er nú ekki. Ég og veiðifélagi minn áttum margar góðar aflahrotur í sumar og gátum leyft okkur að slaka á og prófa ýmislegt eftir að mestu græðginni var svalað.

Hvort um sig leyfðum við okkur að líta upp frá vatnsfletinum þótt það kostaði mögulega að missa af naumri töku bleikjunnar, virða fyrir okkur hlíðina hinum megin við vatnið, fylgjast með hvítum skýjum við sjóndeildarhringinn eða leik ljóss og skugga á vatninu. Þrátt fyrir síðbúna sumarkomu reyndist sumarið fallegt eins og endranær og veiðiferðirnar almennt í blíðu þótt sumstaðar hafi blásið meira en annars staðar. Veiðimennska á Íslandi bíður okkur veröld sem gefst ekki víða, njótum og tökum með okkur ímynd hennar að hnýtingarborðinu í vetur þannig að afraksturinn verði í samræmi við hana.

2 Athugasemdir

 1. Hér kemur smá romsa:

  Þetta er svo sannarlega ekki bara þín upplifun. Ég stóð mig margoft að því í sumar að vera ánægðari með það eitt að vera við veiðar heldur en að vera í einhverju mokeríi. Maður var meira að fylgjast með því sem var að gerast í kringum mann og var ekki uppstressaður af því hvort maður næði ekki að „veiða upp í leyfið“. Svo var maður að prófa nýja hluti í sportinu sem maður hélt að gæfu alla jafna minni afla en annað kom oftar en ekki á daginn. Og rétt er að taka það fram að veiðisumarið í sumar er það besta sem ég hef átt, bæði hvað varðar afla og upplifun.
  Ég held að ég sé orðinn mikið betri veiðimaður eftir þessa vertíð. Ég lærði margt nýtt um veiðina og veiðistaðina. Ég lærði að maður á að prufa sig áfram en ekki hjakka í sama farinu, þó það hafi virkað í gær er fjarri því víst að það virki í dag. ég lærði að lesa lí lífríkið og vatnið.
  Ég held líka að ég sé orðinn betri veiðifélagi eftir þessa vertíð. Það eru ekki lengur nein „veiðileyndó“ hjá mér, Mér finnst skemmtilegra að deila minni reynslu með öðrum og sjá þá njóta þess sem ég hef fram að færa (nema nokkra staði upp í Veiðivðtnum sem fara KANNSKI í erfðaskrána). Ég lærði að það fer betur í sálina að samgleðjast þeim sem veiða betur en maður sjálfur en að öfundast út í þá. Einnig að það er skítt að þykjast betri en þeir sem minna veiða og hjálpa þeim heldur að ná í betri afla.
  Jú þó ég sé kominn fast að fertugu held ég að vertíðin 2011 verði í mínum huga alltaf vertíðin sem ég lærði hvað það er að vera veiðimaður.

  Kv.
  Siggi Kr.

 2. Þetta var virkilega skemmtilegt að heyra og samsvarar mjög því sem ég upplifði í sumar. Takk fyrir innleggið.

  kv.Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.