Sú skemmtilega nýbreytni stendur ungum veiðimönnum til boða að reyna fyrir sér í Hlíðarvatni í Selvogi núna á sunnudaginn, 4.sept. í boði veiðirétthafa vatnsins; Stangaveiðifélag Selfoss, Stangveiðifélag Hafnarfjarðar og Ármenn. Hlíðarvatnið hefur um margra ára skeið verið eitt gjöfulasta bleikjuvatnið í nágrenni Reykjavíkur og því tilvalið fyrir unga veiðimenn að reyna sig í vatninu. Fyrir þá sem hyggjast kíkja í vatnið er auðvitað tilvalið að renna yfir prýðis góða umfjöllun Ármanna frá árinu 2009 um vatnið sem má nálgast hér eða kíkja á mun styttri útgáfu hér á blogginu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðum veiðirétthafa hér að ofan.
