Því hefur borið við að umgengni veiðimanna við vötn og ár hefur verið nokkuð ábótavant í gegnum tíðina og nú hafa borist fregnir af ólýsanlegri hegðun á Arnarvatnsheiði. Sjá frétt á Skessuhorni. Hér keyri algerlega um þverbak og hegðun sem þessi kastar rýrð á alla veiðimenn, því miður. Þessum veiðimönnum veitti ekki af smá tilsögn í mannasiðum og fiskflökun. Ef þessi aðilar skyldu slysast inn á þetta blogg mitt; vinsamlegast leitið ykkur aðstoðar sem allra fyrst. Fyrsta skrefið gæti verið að skoða neðangreint myndband á Youtube.

2 Athugasemdir

 1. Stór hluti af veiðibakteríunni hjá mér felst í að njóta útveru í íslenskri náttúru, kanna nýjar slóðir því ekki eru það alltaf góð aflabrögð sem halda manni við efnið. Stundum verð ég hálf miður mín yfir umgengni veiðimanna því fátt þykir mér leiðinlegra en að ganga fram á bjórdósir, girni, afgangsbeitu eða annað rusl eftir fyrri veiðimenn. Sem betur fer sýna langflestir veiðimenn umhverfinu virðingu en það þarf ekki nema örfáar undantekningar til að koma óorði á allan hópinn. Ég hvet því veiðimenn ef þeir ganga fram á rusl við íslensk vötn að tína það upp og flytja í næstu sorptunnu þar sem það á heima.

  Svo er það þetta með að flaka fisk. Fyrstu fiskarnir sem ég flakaði enduðu sem fiskibollur en æfingin skapar meistarann í þessu efni sem öðrum.

  Kveðja
  Keli

 2. Heyr,heyr. Takk fyrir kommentið. Við hjónin erum oftar en ekki með vasa hálf fulla af girnisafgöngum sem við týnum upp við hin ýmsu vötn á okkar ferðum. Girnið er ekki aðeins til óprýði, heldur og beinlínis hættulegt fuglum og jafnvel stærri dýrum ef þau flækjast í því.

  Kveðja,
  Kristján

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.