Í dag, 21. maí á bloggið 1.árs afmæli. Ekki datt mér í hug að undirtektirnar yrðu eitthvað í líkingu við það sem orðið hefur, hélt satt best að segja að þetta yrði meira eins og persónuleg dagbók fyrir mig og mína um veiðiferðirnar okkar. En, þegar ég fór síðan að grúska í veiðinni, leita mér upplýsinga og spyrjast fyrir þá ákvað ég að miðla því sem ég varð vís og reyndi á sjálfum mér, ef það kæmi mögulega öðrum að einhverju gagni. Þannig hafa veiðisögurnar (skröksögurnar) vikið fyrir molunum og grúskinu þannig að úr hefur orðið einhvers konar banki upplýsinga sem ég sjálfur leita reglulega í til að rifja upp hvernig á og á ekki að gera hlutina.

Í tilefni dagsins hef ég bætt inn nýjum valkosti á síðuna sem mér vonandi tekst að uppfæra reglulega í sumar. Undir valkostinum Flugur hér að ofan hef ég bætt inn síðu undir heitinu Hvar og hvenær þar sem ég tilgreini þær flugur sem ég hef sönnun fyrir að hafi gefið í nokkrum vötnum á ákveðnum tíma árs. Auðvitað er gestum boðið að bæta í sarpinn með því að senda mér línu og þannig gæti orðið úr þessu einhvers konar banki sem vert er að hafa í huga þegar ákveðin vötn eru heimsótt.

Bestu þakkir fyrir öll innlitin á þessu fyrsta ári.

4 Athugasemdir

 1. Sæll Kristján og til hamingju með eins árs afmælið.

  Ég rakst á vefinn þinn fyrir stuttu og hef síðan verið að lesa greinarnar mér til gagns og ánægju. Þú þarft ekki að undrast fjölda heimsókna enda kennir margra grasa á vefnum og efnistökin vönduð. Sjálfur er ég með lítinn vef um hugðarefni mín og veit að það er talsverð vinna að halda svona vef lifandi. Þú getur vonandi gefið þér tíma til að halda vefnum lifandi áfram. Ég mun örugglega líta við öðru hvoru.

  Veiðikveðjur

 2. Takk fyrir kveðjurnar, var einmitt að skoða síðuna þína og lýst mjög vel á hana. Myndirnar þínar urðu mér engin smá hvatning til að einsetja mér að taka myndavélina með í veiðiferðirnar í sumar. Hvet gesti til að kíkja á http://www.thorkell.org/
  Kveðja, Kristján

 3. Sæll Kristján. Til hamingju með áfangann.

  Ég, líkt og Keli rakst nýverið á þessa síðu og hef lesið heil ósköp á henni síðan og haft bæði gagn og gaman af. Ég er búinn að bæta þessari síðu á vefrúntinn minn og vona bara að þú sjáir þér fært að bæta efni á síðuna við og við því hún er stórgóð.

  Takk fyrir mig.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.