Ef einhver hefur rekist á alveg þokkalegt bakkast nýlega, þá er hinn sami beðinn að koma því til skila til undirritaðs. Þannig er mál með vexti að ég týndi bakkastinu mínu nú nýverið og hef bara átt nokkuð erfitt með að finna það aftur. Upp á síðkastið hef ég verið að einbeita mér svolítið að því að nota léttari línu en venjulega, jafnvel með hægsökkvandi enda, og því gefið minni gaum að því sem ég hélt að væri í ágætu standi hjá mér, fremra og aftara stoppi t.d. En svo má lengi manninn reyna að ekki komi eitthvað nýtt til. Nú er aftara stoppið farið veg allrar veraldar, tvítogið (double haul) orðið að eintogi og ég hnýti vindhnúta sem aldrei fyrr. Kannski ég ætti að skoða aðeins; Misbrestur – Vindhnútur eða Double haul – Tvítog, eða brjóta odd af oflæti mínu og taka nokkra tíma hjá kastkennara?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.