Langaði bara að vekja athygli á hringferð Veiðiheims um landið, flott framtak hjá þeim og vert að skoða stundatöfluna á veidiheimur.is
Í maí og júní fer Veiðiheimur hringinn í kringum landið með fluguveiðinámskeið. Þar verður kennt allt í sambandi við fluguveiði, allt frá því hvernig eigi að hnýta fluguna á tauminn, til löndunar. Það sem farið verður í er eftirfarandi:
- Fluguköst og fluguveiði
- Fluguhnýtingar
- Val og umgengni á veiðibúnaði og veiðistöðum
- Öryggi í veiði
- Frágangur og meðferð á afla
- Fiskalíffræði, flökun og eldun
Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldrinum , jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína.
Sá sem sækir námskeiðið verður orðinn fullfær um að standa ein(n) að veiðum hvort sem það er í lax- eða silungsveiðum.