
Ég hef áður vakið athygli á frábærri klippu Fly Max Films úr Miðfjarðará árið 2009 (sjá hér). Nú er þátturinn í heild sinni (ásamt 4 öðrum þáttum Fly Max TV) komin út á DVD undir heitinu The Silver Collection og hægt að kaupa hann hér.
Í lok síðasta árs birti The Canadian Fly Fisher ágæta grein um þessa ferð, en því miður er það tímarit í dvala núna eftir eigendaskipti. Greinina er þó hægt að nálgast með því að smella á myndina hér til hliðar, því ég var svo forsjáll að taka hana niður sem PDF á meðan tímaritið dreifði henni á netinu. Endilega gefið þessu gaum, skemmtilegar tökur og frábær ummæli um Ísland.