Á næsta ári bætast ný svæði við á Veiðikortið. Kærkomin viðbót fyrir okkur vatnaveiðifíklana. Fyrst skal telja nýjan skika í Þingvallavatni á milli Ölfusvatnsár og Villingavatnsár og svo Hraunsfjörðinn fyrir landi Berserkseyrar, sjóveiði. Að vísu telja þeir félagar einnig upp Geitabergs- og Eyrarvatn í Svínadal en þau komu í raun inn á kortið síðasta sumar. Nánar má lesa um þessa á heimasíðu Veiðikortsins.
