Tilkynning frá Stjána Ben.: Nú styttist í útgáfu mynddisks um fluguveiðar á Íslandi  en myndin mun koma út um miðjan nóvember.  Diskurinn ber heitið The Source – Ísland og er þriðja myndin í The Source  seríunni sem framleiddar eru af Gin-Clear Media, framleiðslufyrirtæki staðsettu á Nýja Sjálandi. Áður hefur fyrirtækið gefið út myndir um Tasmaníu og Nýja Sjáland en leikstjóri myndanna og eigandi fyrirtækisins, Nick Reygaert, hefur getið sér gott orð í heimi veiðikvikmynda-gerðar. Hann vann við tökur á myndum á borð við Trout Bum Diaries – Patagonia og Kiwi Camo ásamt því að vera aðal myndatökumaður myndarinnar The Search – Tahiti.  The Source  –  Ísland segir frá ferðalagi kvikmynda-gerðarmanna um fluguveiðilendur Íslands og sýnir landið með augum gestsins. Íslenskir veiðimenn slást í för með erlendum og færa þá í sannleikann um draumaland fluguveiðimanna – Ísland.  Öllum sportfiskum landsins  eru gerð góð skil. Kastað er á nýgengna laxa í kristaltærum ám, eyðifjörður kannaður í leit af sprækum og spriklandi sjóbleikjum og lindár Suðurlands þræddar með það í huga að freista risastórra urriða og sjóbirtinga.  Myndin hefur verið textuð með íslenskum texta ásamt því að bæði viðmót og kápa hafa verið færð yfir á íslensku en hægt er að velja um íslenskt eða enskt viðmót. Í tilefni útgáfu myndarinnar nú um miðjan nóvember verður boðið upp á sérstakan tilboðspakka með öllum þremur myndunum úr The Source seríunni. Pakkinn inniheldur því The Source  –  Ísland, The Source – Tasmanía og The Source – Nýja Sjáland en þær tvær síðastnefndu eru ekki með íslenskum texta.  The Source  –  Ísland verður dreift í búðir um miðjan nóvember en tilboðspakkann verður einungis hægt að kaupa af dreifingaraðila myndarinnar á Íslandi – I.A.T. slf.

Heimasíða I.A.T.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu I.A.T. hjá Stjána Ben. í síma 867-5200 eða með tölvupósti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.