Smellið á kort fyrir fulla stærð

Ljótipollur er í nokkrum samliggjandi gígum norð-austan við Frostastaðavatn. Vatnið er rétt um 0,5 km2 og víðast yfir 10m djúpt. Lengi verið talið eitt besta veiðivatnið innan Framvatna en sumum þykir vatnið of dyntótt. Í vatninu er eingöngu urriði sem hefur hin síðari ár orðið nokkuð liðfærri, stærstur um 5 pund en algengt er að fiskur sé hálft annað pund. Nokkur spotti er niður að vatninu frá gígbarminu, víðast um 70 metrar þar sem greiðfært er.

Veiði hefur verið nokkuð misjöfn í vatninu, vísast eftir því hve langt hefur liðið frá sleppingum og dagsformi veiðimanna. Hef ég heyrt af mönnum sem barið hafa vatnið svo klukkustundum skiptir án þess að verða varir og svo öðrum sem koma þar skömmu síðar og gera góða veiði á skömmum tíma.

fos_div

Kort
Kort
Veður
Veðurspá
Veiði
Veiði
Veiðivötn
Veiðivötn
fos_map
Kort
Bæklingur
Bæklingur
Framvötn
Veiði
Veiði 2016
Veiði
Veiði 2014
Veiði
Veiði 2013
Veiði
Veiði 2012
Veiði
Veiði 2011
Veiði
Veiði 2010
Dýptarkort
Dýptarkort

fos_div

Nobbler bleikur
Nobbler svartur