Smellið á kort fyrir fulla stærð

Lifrarfjallavatn er um 0,75 km2 og í 596 metra hæð skammt vestan Dómadalsvatns að Fjallabaki.

Skv. kortum mun vera akfært að vatninu að norðan frá slóðanum sem liggur að Eskihlíðarvatni. Merkt gönguleið er aftur á móti frá bílastæðinu við Dómadalsvatn að vatninu sunnanverðu.  Sá gangur tekur aðeins  um 15-20 mín.

Í vatnið hefur verið sleppt urriða í nokkur skipti en mér er ókunnugt um hvenær það var síðast gert. Veiði hefur alltaf verið heldur treg en sá fiskur sem komið hefur á land er mjög fallegur, bjartur og sterkur. Aðeins voru fjórir fiskar skráðir á land sumarið 2014 og þar af á undirritaður helminginn og veiðifélagi minn einn til viðbótar.

Á flestum kortum og loftmyndum af vatninu er það nokkuð stórt og fyllir vel upp í dalverpið sem það liggur í. Eitthvað getur yfirborð þess greinilega rokkað, því eins og sjá má af ljósmyndinni hér að ofan er vatnið langt því frá að vera í efstu stöðu þegar hún var tekin í lok ágúst 2014.

Bæklingur

FLUGUR


Nobbler svartur: Ágúst
Nobbler orange: Ágúst

MYNDIR


ÖNNUR VÖTN