Lifrarfjallavatn

Lifrarfjallavatn er um 0,75 km2 og í 596 metra hæð skammt vestan Dómadalsvatns að Fjallabaki.

Skv. kortum mun vera akfært að vatninu að norðan frá slóðanum sem liggur að Eskihlíðarvatni. Merkt gönguleið er aftur á móti frá bílastæðinu við Dómadalsvatn að vatninu sunnanverðu.  Sá gangur tekur aðeins  um 15-20 mín.

Í vatnið hefur verið sleppt urriða í nokkur skipti, síðast árið 2020 en því miður get ég ekki staðfest hvernig þeim fiski reiddi af því sumarið 2022 varð ég ekki var við fisk, sá hvorki fisk né lífmark þegar ég gerði mér ferð inn að vatninu. Það þarf ekkert endilega að koma á óvart, því veiði hefur oft verið heldur treg en sá fiskur sem komið hefur á land er mjög fallegur, bjartur og sterkur. Aðeins voru fjórir fiskar skráðir á land sumarið 2014 og þar af á undirritaður helminginn og veiðifélagi minn einn til viðbótar.

Á flestum kortum og loftmyndum af vatninu er það nokkuð stórt og fyllir vel upp í dalverpið sem það liggur í. Eitthvað getur yfirborð þess greinilega rokkað, því eins og sjá má af ljósmyndinni hér að neðan er vatnið langt því frá að vera í efstu stöðu þegar hún var tekin í lok ágúst 2014.

Tenglar

Flugur

Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)

Myndir

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com