Laufdalsvatn

Eitt þeirra vatna sem talist hefur til Framvatna er Laufdalsvatn. Vatnið liggur rétt norð-austan Laufdals, norðan Löðmundar. Aðkoman að vatninu er frá Dyngjuleið, nokkru vestan við Drekagil, þ.e. sé komið frá gatnamótunum við F208 undir Eskihlíðarhnausum. Vatnið sést ekki frá Dyngjuleið og er smá gangur að því þaðan sem slóðanum lýkur. Það er 0,9 km2 og liggur í um 540 metra hæð.

Þetta vatn, rétt eins og önnur á svæðinu var nytjað í nokkurn tíma eftir að fiski var sleppt í það, en nú hefur bleikjan orðið helst til liðmörg og því hefur stofninn liðið verulegan skort hin síðari ár.

Síðustu fregnir herma að veiði sé ekki heimil í vatninu, þannig að rétt er að spyrjast fyrir um það hjá veiðivörðum áður en lagt er í ferðalag að vatninu.

Tenglar

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com