
Hnausapollur
Eitt þeirra vatna á Íslandi sem ber tvenn nöfn; Hnausapollur og Bláhylur. Vatnið er eitt Framvatna, er í 570 metra hæð og er ekki nema 0,3 km2 að flatarmáli. Vatnið er í gýg utan í Tjörvafelli, rétt norðan Frostastaðavatns. Vatninu svipar nokkuð til nágranna síns, Ljótapolls, en aðkoma og hæð frá gýgbarmi niður að vatni er töluvert minni.
Eftir þeim upplýsingum sem mér hefur tekið að fá staðfestar, var bleikjuseiðum sleppt í vatnið upp úr 1960 og því fór sem fór, vatnið varð ofsetið á skömmum tíma.
Fáir hafa reynt fyrir sér í vatninu hin síðari ár, aðeins einn fiskur skráður árið 2013, annars ekkert.