FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Í lok árs 2019

    31. desember 2019
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hefur ekki verið nein flugeldasýning hjá öllum þeim sem stunda stangveiði á Íslandi. Ég kvarta þó ekki yfir sumrinu, það var með ágætum hjá mér og mínum veiðifélaga enda engum alvarlegum vatnsskorti fyrir að fara í vatnaveiðinni. Þetta árið eyddum við þó nokkuð fleiri dögum en áður upp á hálendi við ýmis störf og veiðar. Aflatölurnar bera það e.t.v. ekki alveg með sér, en á því er sú skýring að umtalsverðum fjölda daga var varið í fiskiræktarstarf sem ekki er talið með í aflatölum hér á síðunni.

    Að þessu sinni skipti ekki máli hvort meðaltal veiðiferða væri reiknað á milli bláu eða rauðu talnanna, þær bláu voru nokkuð hærri; 115 fiskar á móti 78 hjá rauða liðinu. Að vanda var júlí fengsælasti mánuðurinn, júní sérlega rólegur og veiði hætt snemma í september þar sem haustið gerði heldur snemma vart við sig uppi á hálendi.

    Eins og sjá má hafa árin verið nokkuð brokkgeng hjá okkur veiðifélögunum og heldur hefur dregið úr afla hin síðari ár, en það stendur auðvitað til bóta á komandi sumri. Þannig að allrar sanngirni sé gætt, þá taka tölurnar hér að ofan ekki tillit til fjölda veiðidaga, aðeins afla.

    Árið sem er að líða hefur fært tæplega 117.000 gesti inn á FOS.IS og sífellt fjölgar þeim sem fylgjast með því efni sem hér er matreitt að hætti veiðinördsins. Þetta er svipaður fjöldi eins og verið hefur á síðustu árum, síðan heldur sínum fasta hópi lesenda og fyrir það færum við ykkur okkar bestu þakkir.

    Hin síðari ári hefur mest aukning í heimsóknum verið yfir sumarið og svo var einnig á þessu ári. Væntanlega má rekja það til aukinnar áherslu á umfjöllun um veiðistaði hér á síðunni, þótt flugur og fluguhnýtingar eigi ennþá vinninginn í fjölda greina. Það fer ekkert á milli mála þegar aðsóknin að síðunni er skoðuð að efnið er mis vinsælt eftir árstíma; flugur að vetri og veiðistaðir að vori og sumri.

    Að vanda stóðum við fyrir Febrúarflugum á árinu og þar bar helst til tíðinda að fjöldi fylgjenda tók enn og aftur stökk á milli ára. Það verður spennandi að sjá hvað Febrúarflugur 2020 bera í skauti sér og með hvaða sniði þær verða næst.

    Á ári komanda verður efnisval á vefnum með svipuðum hætti og verið hefur. Fjöldi greina verður sömuleiðis svipaður rétt um þrjár greinar á viku um ýmislegt það sem höfundi þykir skipta máli eða hann hefur áhuga á. Ein breyting verður þó strax og hún snertir einn vinsælasta hlekk síðunnar; dagatal ársins. Frá og með deginum í dag breytist útlit dagatalsins þannig að það líkis meira hefðbundinni flóðatöflu. Með þessu vonumst við til að koma til móts við þá sem notast við snjalltæki því eldra útlit var ekki sérlega vænt til aflestrar á smærri skjám. Flóðatöfluna má nálgast með því að smella hérna eða úr valmynd síðunnar Töflur – Flóðatafla.

    Að þessu sögðu vil ég þakka öllum lesendum mínum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska þeim gæfuríks nýs árs með ósk um enn fleiri samverustundir á vefnum á nýju ári og ánægjulegra veiðidaga á komandi sumri.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Í lok árs 2018

    31. desember 2018
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Enn og aftur er komið að áramótum. Það er víst merki um eigin aldur þegar manni finnst árin líða hraðar og hraðar eftir því sem þeim fjölgar. Mér finnst nefnilega eins og það hafi verið fyrir örfáum vikum síðan að ég sat hérna og setti saman þetta árlega yfirlit mitt um síðuna og veiðitölur.

    Þetta ár hefur verið merkilegt hjá FOS.IS að ýmsu leiti. Árið leiddi rétt tæplega 115 þúsund heimsóknir inn á vefinn sem er enn og aftur aukning frá fyrra ári. Fjöldi heimsókna á vefinn er tæplega 700 þúsund á þessum átta árum sem hann hefur verið í loftinu. Það væri dónaskapur að þakka ekki fyrir tryggðina sem lesendur sýna þessu vefbrölti mínu.

    Aldrei þessu vant var það ekki febrúar sem var vinsælasti mánuðurinn á vefnum. Þetta árið sló júlí honum við með 22.250 heimsóknum, eitthvað sem ég átti ekki von á. Febrúar átti samt sem áður sitt eigið met þetta árið. Aldrei áður hafa jafn margir fylgst með Febrúarflugum, aldrei áður hafa jafn margar flugur komið þar fram. Þetta árið fylgust 247 einstaklingar með viðburðinum á Facebook, 523 flugur komu fyrir sjónir lesenda og það voru 62 hnýtarar sem lögðu sitt að mörkum. Þeim sem bíða í ofvæni eftir næsta febrúar, þá skal það tekið fram að Febrúarflugur 2019 eru þegar á dagskrá.

    Ég hef ekki nákvæman tölu yfir þær greinar sem hafa komið inn á vefinn, þær eru trúlega eitthvað um 170 því mér hefur tekist að standa við það markmið mitt að setja þrjár greinar inn á síðuna í viku hverri, auk annarra tilfallandi greina. Það er ekki alltaf auðvelt að skrifa um eitthvað sem vakið getur athygli eða áhuga lesenda, vonandi hefur það tekist þokkalega þetta árið.

    Síðari hluta ársins tók ég saman nokkrar upplýsingar um veiðiferðir mínar síðustu níu árin og birti í nokkrum greinum hér á síðunni. Nú er komið að lokapunktinum þar sem ég horfi eingöngu til eigin veiði, enginn metingur á milli mín og veiðifélaga míns.

    Með þessari samantekt þakka ég öllum lesendum mínum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska þeim gæfuríks nýs árs með ósk um enn fleiri samverustundir á vefnum á nýju ári.

    Heildarafli 2010 til 2018

    Síðustu ár hafa verið nokkuð brokkgeng í aflatölum og það þarf að leita nokkuð langt aftur til að finna verri tölur heldur á árinu 2018. Sem fyrr er uppistaða aflans bleikja (rauðu súlurnar) og þar eru mestar sveiflur á meðan fjöldi urriða (bláu súlurnar) hefur verið á svipuðu róli og sveiflast mun minna.

    Apríl

    Apríl mánuður hefur verið í gegnum tíðina verið afskalega rýr þrátt fyrir töluverðan fjölda veiðidaga. Með tíð og tíma hefur dregið verulega úr þessum ferðum mínum í apríl enda ekki eftir miklu að slægjast eins og tölurnar bera með sér.

    Maí

    Maí hefur lengi verið bundinn við Hlíðarvatn í Selvogi sem skýrir fjölda bleikja (rauðu súlurnar) á meðan einn og einn urriði (bláu súlurnar) slæðist með úr öðrum vötnum.

    Júní

    Ef undan eru skilin árin 2015 og 2018, þá hefur júní ekki verið neitt rosalegur veiðimánuður síðust ár. Ég er þó fyllilega sáttur við það sem komið hefur á land. Árið í ár sker sig nokkuð úr því þá kom ekki einn einasti urriði á land.

    Júlí

    Það var nú eins og mig grunaði, júlí var ekkert rosalega góður þetta árið og spilaði veðrið einna mest inn í færri veiðiferðir en mörg undafarin ár.

    Ágúst

    Eins dásamlegur og ágúst mánuður getur verið, þá er hann einna sveiflukenndasti mánuður veiðinnar. Árin 2014 og 2016 skera sig úr þar sem bleikjan á hálendinu var í banastuði. Öll árin einkennast af heldur minni urriða heldur en mánuðina á undan.

    September

    Óvanalegur toppur í urriðum árið 2010 skýrist af einni veiðiferð það ár í Hlíðarvatn í Hnappadal. Mjög eftirminninleg ferð þar sem urriðinn fór hamförum á hrygningarslóðum bleikjunnar. Bleikjuskotið 2017 er ofan af hálendi, eins og svo oft áður.

    Október

    Ef einhver mánuður einkennist af sorglegum aflatölum, þá er það október. Þrátt fyrir einhvern fjölda af ferðum þessi ár, þá eru það aðeins 2010 og 2011 sem færa einhvern fisk, urriða bæði árin.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Veiði 2018 – samantekt

    30. desember 2018
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Ekki verður nú sagt að sumarið sem leið hafi verið stangveiðimönnum hagstætt, sérstaklega þeim sem hafa tekið ástfóstri við hálendið. Þar var eiginlega bara skítaveður þetta sumar, svo notað sé hreinræktað kjarnyrt íslenskt mál.

    Eitthvað geyma bláu súlurnar fleiri fiska en þær rauðu, en enn og aftur kemur að þessu meðaltali veiðiferða og þá snýst dæmið aðeins við. Rauðu eiga vinninginn enn og aftur.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Veiði 2016 – samantekt

    27. desember 2018
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Hver man ekki eftir 2016, sumrinu sem var einstaklega gott uppi á hálendi og veiðitölurnar bera það með sér.

    Þótt bláu súlurnar eigi vinninginn í heildarafla, þá vinna þær rauðu í raun þegar tekið er tillit til meðaltalsveiði í ferðum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Veiði 2015 – samantekt

    25. desember 2018
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Þrátt fyrir heldur kalt sumar árið 2015, þá varð veiði ársins töluvert yfir því sem var fyrri ár. Ræður þar enn og aftur aukin skráning á veiði í Framvötnum.

    Hér ber svo einkennilega við að bláu súlurnar eiga vinninginn, bæði í heildarafla og afla að meðaltali.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Veiði 2014 – samantekt

    23. desember 2018
    Samantekt

    Upp

    Forsíða

    Árið 2014 var einfaldlega tóm sól og blíða allt sumarið, í það minnsta í huga mér svona eftirá. Toppurinn var í júlí þar sem fjöldi fiska tók stökk vegna skráningar á veiði í Framvötnum og sama svæði skýrir alveg þokkalegan ágúst mánuð.

    Rauðu súlurnar hafa víst vinninginn þetta sumarið með samtals 137 fiska á meðan þær bláu ná 148 fiskum. Vinningurinn liggur í því að veiðiferðir félaga míns voru nokkuð færri þetta árið og meðalveiði því miklu betri heldur en hjá mér.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
1 2 3
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar