Flýtileiðir

Í lok árs 2018

Enn og aftur er komið að áramótum. Það er víst merki um eigin aldur þegar manni finnst árin líða hraðar og hraðar eftir því sem þeim fjölgar. Mér finnst nefnilega eins og það hafi verið fyrir örfáum vikum síðan að ég sat hérna og setti saman þetta árlega yfirlit mitt um síðuna og veiðitölur.

Þetta ár hefur verið merkilegt hjá FOS.IS að ýmsu leiti. Árið leiddi rétt tæplega 115 þúsund heimsóknir inn á vefinn sem er enn og aftur aukning frá fyrra ári. Fjöldi heimsókna á vefinn er tæplega 700 þúsund á þessum átta árum sem hann hefur verið í loftinu. Það væri dónaskapur að þakka ekki fyrir tryggðina sem lesendur sýna þessu vefbrölti mínu.

Aldrei þessu vant var það ekki febrúar sem var vinsælasti mánuðurinn á vefnum. Þetta árið sló júlí honum við með 22.250 heimsóknum, eitthvað sem ég átti ekki von á. Febrúar átti samt sem áður sitt eigið met þetta árið. Aldrei áður hafa jafn margir fylgst með Febrúarflugum, aldrei áður hafa jafn margar flugur komið þar fram. Þetta árið fylgust 247 einstaklingar með viðburðinum á Facebook, 523 flugur komu fyrir sjónir lesenda og það voru 62 hnýtarar sem lögðu sitt að mörkum. Þeim sem bíða í ofvæni eftir næsta febrúar, þá skal það tekið fram að Febrúarflugur 2019 eru þegar á dagskrá.

Ég hef ekki nákvæman tölu yfir þær greinar sem hafa komið inn á vefinn, þær eru trúlega eitthvað um 170 því mér hefur tekist að standa við það markmið mitt að setja þrjár greinar inn á síðuna í viku hverri, auk annarra tilfallandi greina. Það er ekki alltaf auðvelt að skrifa um eitthvað sem vakið getur athygli eða áhuga lesenda, vonandi hefur það tekist þokkalega þetta árið.

Síðari hluta ársins tók ég saman nokkrar upplýsingar um veiðiferðir mínar síðustu níu árin og birti í nokkrum greinum hér á síðunni. Nú er komið að lokapunktinum þar sem ég horfi eingöngu til eigin veiði, enginn metingur á milli mín og veiðifélaga míns.

Með þessari samantekt þakka ég öllum lesendum mínum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óska þeim gæfuríks nýs árs með ósk um enn fleiri samverustundir á vefnum á nýju ári.

Heildarafli 2010 til 2018

Síðustu ár hafa verið nokkuð brokkgeng í aflatölum og það þarf að leita nokkuð langt aftur til að finna verri tölur heldur á árinu 2018. Sem fyrr er uppistaða aflans bleikja (rauðu súlurnar) og þar eru mestar sveiflur á meðan fjöldi urriða (bláu súlurnar) hefur verið á svipuðu róli og sveiflast mun minna.

Apríl

Apríl mánuður hefur verið í gegnum tíðina verið afskalega rýr þrátt fyrir töluverðan fjölda veiðidaga. Með tíð og tíma hefur dregið verulega úr þessum ferðum mínum í apríl enda ekki eftir miklu að slægjast eins og tölurnar bera með sér.

Maí

Maí hefur lengi verið bundinn við Hlíðarvatn í Selvogi sem skýrir fjölda bleikja (rauðu súlurnar) á meðan einn og einn urriði (bláu súlurnar) slæðist með úr öðrum vötnum.

Júní

Ef undan eru skilin árin 2015 og 2018, þá hefur júní ekki verið neitt rosalegur veiðimánuður síðust ár. Ég er þó fyllilega sáttur við það sem komið hefur á land. Árið í ár sker sig nokkuð úr því þá kom ekki einn einasti urriði á land.

Júlí

Það var nú eins og mig grunaði, júlí var ekkert rosalega góður þetta árið og spilaði veðrið einna mest inn í færri veiðiferðir en mörg undafarin ár.

Ágúst

Eins dásamlegur og ágúst mánuður getur verið, þá er hann einna sveiflukenndasti mánuður veiðinnar. Árin 2014 og 2016 skera sig úr þar sem bleikjan á hálendinu var í banastuði. Öll árin einkennast af heldur minni urriða heldur en mánuðina á undan.

September

Óvanalegur toppur í urriðum árið 2010 skýrist af einni veiðiferð það ár í Hlíðarvatn í Hnappadal. Mjög eftirminninleg ferð þar sem urriðinn fór hamförum á hrygningarslóðum bleikjunnar. Bleikjuskotið 2017 er ofan af hálendi, eins og svo oft áður.

Október

Ef einhver mánuður einkennist af sorglegum aflatölum, þá er það október. Þrátt fyrir einhvern fjölda af ferðum þessi ár, þá eru það aðeins 2010 og 2011 sem færa einhvern fisk, urriða bæði árin.

2 svör við “Í lok árs 2018”

  1. Ásmundur Örnólfsson Avatar
    Ásmundur Örnólfsson

    Sæll Kristján.

    Það væri dónaskapur að þakka þér ekki vefbrölt liðins árs! 🙂 Endilega haltu áfram að gleðja veiðiþyrsta. Óska þér og þínum ljúfra stunda á komandi ári. Því miður hef ég ekki getað mætt til Ármanna en vonandi næ ég því eitthvað á komandi mánuðum.

    Kv. Ási. (Ásmundur K. Örnólfsson)

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Takk Ási og sömuleiðis takk. Sjáumst hressir á komandi ári.
    Kveðja, Kristján

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com