FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Hátt uppi, eða ….

    30. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Almennt er auðveldara að koma auga á fisk úr hæð heldur en við vatnsborðið. Reyndu að koma því þannig fyrir að þú getir skimað vatnið eilítið ofan frá, en mundu; Þú ert sjálfur sýnilegri hátt uppi heldur en krjúpandi við vatnsbakkann. Farðu varlega, vertu á móti sól til að varpa ekki skugga á vatnið og sparaðu snöggu hreyfingarnar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að koma auga á hann með gleraugum

    29. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar þú ert búinn að vera lengi með veiðigleraugun á þér (Poloroid) er ágæt regla að taka þau af sér í smá tíma og skima um vatnið. Þegar þú setur gleraugun á þig aftur virðast þau virka betur. Það er þannig að augun í okkur venjast skautuðu gleri með tímanum og við hættum að sjá eins skýrt niður í vatnið og áður, að skipta um birtustig hjálpar til við að ‘núllstilla’ augun.

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Að losa stöng í sundur

    28. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Oftar en ekki hefur maður þurft að eyða drjúgum tíma í að losa veiðistöngina í sundur í lok veiðiferðar. Einfallt ráð, sem ég hef ekki hugmynd um hvers vegna virkar, er að taka hana í sundur fyrir aftan bak. Prófaðu bara næst þegar hún lætur eins og skrúfuð saman.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur og niðurtalning

    22. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

    Niðurtalning Þessi aðferð við að skanna dýpið sem veitt er á getur komið sér mjög vel þegar veitt er með púpum. Hún fellst einfaldlega í því að velja sér ákveðna tölu til að byrja með og telja rólega upp að henni þegar línan hefur lagst á vatnið. Þegar tölunni hefur verið náð byrjar maður inndráttinn eins og maður telur hæfa (hægt, miðlungs, hratt, stutt, miðlungs, langt). Í næsta kasti hækkar maður töluna um einn þannig að flugan sekkur eilítið dýpra og síðan endurtekur maður þetta í hverju kasti. Með þessu næst markviss skönnun á dýpinu eða allt þar til maður finnur fyrir botninum. Aðal trikkið er síðan að muna töluna sem maður var komin upp í þegar fiskurinn beit á.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur á dýpi

    21. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.
    Smellið fyrir stærri mynd

    Veiða djúpt Áfram veiðum við með flotlínu, en í þetta skiptið með þyngdum púpum rétt fyrir utan og í kantinum. Taumurinn þarf að vera nokkuð langur, 18 – 25 fet. Eftir kastið verður að gefa mjög góðan tíma áður en inndráttur hefst með því að víxla línunni á milli fingra sér, hægt og rólega, ekki ólíkt því að við værum að veiða lirfur eins og t.d. Blóðorm. Umfram allt, inndrátturinn á jafnvel að vera hægari en þið í raun teljið hæfa.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur og hægur inndráttur

    20. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

    Smellið fyrir stærri mynd

    Hægur inndráttur Ólíkt dauðu reki er hægt að nota hægan inndrátt þótt vindinn vanti. Aðferðin á vel við þar sem púpurnar eru á sveimi í dýpra vatni en 1,5 m þó ekki mikið dýpra en á 4 m. Sem áður er best að nota flotlínu, þó með nokkuð lengri taum (10 – 15 fet), leyfið púpunni að sökkva á tilgreint dýpi og hefjið þá rólegan inndrátt, 5 sm í einu með 5-10 sek. pásum á milli. Gerið tilraunir með mismunandi dýpi, gott að nota niðurtalningu. Búast má við nettum tökum og því um að gera að vera á tánum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 34 35 36 37 38 39
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar