Þegar þú ert búinn að vera lengi með veiðigleraugun á þér (Poloroid) er ágæt regla að taka þau af sér í smá tíma og skima um vatnið. Þegar þú setur gleraugun á þig aftur virðast þau virka betur. Það er þannig að augun í okkur venjast skautuðu gleri með tímanum og við hættum að sjá eins skýrt niður í vatnið og áður, að skipta um birtustig hjálpar til við að ‘núllstilla’ augun.
Senda ábendingu