Enn og aftur, nei. Ef við erum ekki að tala um primetime í einhverri L-á með veiðihúsi og öllu tilheyrandi, þá getur þú alveg komist í góða veiði fyrir lítinn aur. Vatnaveiðin er mitt sport, pakka nóg af mat í fellihýsið, renni út úr bænum á föstudegi og sést svo ekki heima fyrr en aðfararnótt mánudags. Ef þú sérð fram á að fara í 4-5 vötn á sumri, þá getur alveg borgað sig að festa kaup á Veiðikortinu. Sjálfur nota ég það töluvert og bæti svo kannski einu og einu vatni við sem ég borga aukalega. Dagurinn í þokkalegu vatni getur verið á bilinu 1.000 – 2.000 og ekki verra að þekkja einn eða fleiri landeigendur (bændur).
-
Bábilja – Dýr veiðileyfi
Höfundur:
-
Bábilja – Dýrar græjur
Einfalt, nei. Fluguveiðar, eins og allt annað sport, geta verið kostnaðarsamar en þú stjórnar því mikið til sjálfur. Auðvitað getur þú farið ‚overboard‘ og keypt þér allt það besta og dýrasta, en þú getur líka keypt þér skynsamlegt sett til að byrja með; 8-9 feta stöng með línu 5-7, tvo mismunandi tauma, alhliða taumaenda (2X) og box með 20-30 flugum. Hafðu bara eitt í huga, ekki kaupa bara einhverja stöng, veldu merki sem þú hefur í það minnsta heyrt minnst á eða góður vinur þinn mælir með.Höfundur:
-
Umhverfing

Smellið fyrir stærri mynd Hér sunnan heiða hafa flest vötn á láglendinu rutt af sér ís og einn og einn veiðimaður hefur sést á vappi í grennd við þau. Færri sögum fer af aflabrögðum, sem stendur þó mögulega til bóta um leið og lofthitinn heldur áfram að hækka því samhliða hlýna vötnin og fiskurinn fer á kreik. Þegar vötnin umhverfast (enska: turnover / overturn), þ.e. þegar kalt, súrefnisríkt yfirborðsvatn sekkur og heitara vatn af dýpinu leitar upp á við, tekur líkamsstarfsemi silungsins stökk. Ef mönnum þykir til græðgi silungsins koma þegar ísa leysir, þá ættu menn að renna fyrir silunginn u.þ.b. viku til hálfum mánuði síðar. Þá eru töluverðar líkur á að umhverfing vatnsins sé í gangi og fiskurinn nánast fer hamförum þegar súrefnisstig vatnsbolsins jafnast og hitinn hækkar. Það verður síðan alltaf álitamál manna í millum hvort réttlætanlegt sé að stunda veiðar fyrir og á meðan á þessu tímabili stendur. Sumir vilja gefa fiskinum næði til að ná kröftum og fita sig þessar fyrstu vikur vorsins, aðrir geta ekki beðið. Vissulega er fiskurinn frekar rýr eftir veturlanga kyrrstöðu og orkusparnað og ekki er mikill matur í honum. En þá má líka stunda veiða og sleppa, sú köllun á ekki aðeins við laxveiðimenn.
Það er engin ein regla fyrir því undir hvaða kringumstæðum vatn umhverfist. Þumalputtareglan gæti verið eitthvað á þá leið að þegar yfirborðshiti vatnsins fer yfir hita þess á botninum getur allt gerst. Rétt um það bil sem ísa leysir er yfirborðshitinn á bilinu 0-1°C á meðan botnhitinn er nær 4°C og má því vænta umhverfingar þegar yfirborðshitinn hefur hækkað um 3°C. En það er fleira sem hefur áhrif á umhverfingu. Vindur, dýpt vatns og flatarmál þess eru miklir áhrifavaldar. Og það eru alls ekki öll vötn sem umhverfast. Grunn vötn og tjarnir verða síst til þess að umhverfast, þau hitna nokkuð jafnt yfir að vori.
Ég hef verið að fylgjast með hitastigi tveggja ólíkra vatna síðustu vikur og reynt að ráða í það hvenær þau umhverfast. Úthverfatjörn Reykvíkinga, Elliðavatnið varð íslaust að mestu upp úr miðjum mars og hitastig þess komst fljótlega upp fyrir 1°C (1,6°C þann 18.mars) og reis jafnt og þétt upp í 3,5°C þann 30.mars, en þá féll það snögglega um rúma 1°C á innan við sólarhring. Kannski er það engin tilviljun að menn ætli ekki að opna vatnið fyrr en 20.apríl? Hitt vatnið sem ég hef fylgst með, Skorradalsvatn er enn ekki íslaust nema að litlu leiti. Hitastig þess þann 18.mars var rétt um 0,5°C en með bráðnun hafði það hækkað upp í 1,6°C þann 30.mars. Miðað við ofangreinda þumalputtareglu má geta sér til um að enn sé nokkur tími í að þessi vötn umhverfist og silungurinn fari virkilega á stjá. Áhugasamir geta fylgst með þessum vötnum hér; Elliðavatn Skorradalsvatn eða landinu öllu.
Höfundur:
-
Bábilja – Erfiði
Jú, jú, fluguveiði útheimtir svolitla æfingu, en þær eru ekki erfiðar. Mín reynsla er að fluguveiði sé ekki eins erfið og að veiða á t.d. spún eða maðk. Flugustöng er mun léttari en kaststöng og hreyfingarnar þurfa alls ekki að vera ýkt kraftaköst, létt og leikandi skilar mér alveg eins mörgum fiskum, ef ekki fleiri.Höfundur:
-
Bábilja – Ég kann‘edda
Margir hafa og margir munu halda áfram að læra fluguveiði af sjálfum sér og út af fyrir sig gengur það alveg. Framboð af allskyns efni fyrir byrjendur á bók, myndum og á netinu er mjög mikið og hefur hjálpað mörgum. En, það er oft betra að fara fyrr en síðar til góðs leiðbeinanda því það tekur oftast mun lengri tíma að venja sig af vitleysunni heldur en læra hlutina rétt í upphafi. Hjá flestum kemur alltaf að því að þeir vilja fínpússa tæknina, nota færri falsköst og ná meiri nákvæmni.Höfundur:
-
Viðbragð

Smellið fyrri stærri mynd Lang algengasta viðbragð okkar við töku er að reisa stöngina beint upp, eins hátt og armlengdin leyfir. Þetta er gott og gilt, svo lengi sem fiskurinn tekur ekki upp á þeim óskunda að stökkva örskömmu síðar og vinna sér þannig inn slaka á línunni og losa sig.
En það er til ráð við þessu. Í stað þess að reisa stöngina beint upp getum við tamið okkur að reisa hana upp undir 45° horni, upp og til hliðar (2) aðeins helming þeirrar hæðar sem við notum venjulega (3). Með þessu móti höfum við tekið jafn mikinn slaka af línunni eins og við hefðum reist hana upp í topp, en eigum ennþá inni nokkra hæð ef fiskurinn tekur stökkið eða stímið í áttina að okkur.
Höfundur:

