Þó til séu einn og einn sem takið bakteríuna mjög alvarlega, þá þarftu ekki að sökkva þér niður í lífríki hvers einasta vatns til að velja ‚réttu‘ fluguna. Til eru nokkrir listar yfir ‚öruggar‘ flugur sem sjaldan bregðast, eina vandamálið er að finna þann lista sem virkar. Sjálfur á ég mér mínar uppáhalds flugur, konan mín sínar (sem er raunar bara ein, Black Ghost) en þegar öllu er á botninn hvolft og manni tekst að horfa framhjá mismunandi heitum, þá eru þessir listar næstum allir eins. Ekki hengja þig í hvort fluga sem er búin til úr koparvír heiti Koparmoli, Copper John eða Rafmagnsflugan, þær eru allar mjög keimlíkar.
