FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • V-gripið

    8. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Framkast
    Bakkast

    Jason Borger leiðbeinandi og mikill grúskari mælir með V-gripinu, sem og Henrik Mortensen. Henrik gengur töluvert lengra og segir önnur grip beinlínis röng. Nafnið á gripinu er dregið af stöðu þumals og vísifingurs. Stönginni er snúið um 45° réttsælis (m.v. rétthenta) og lófinn látinn vísa í kaststefnu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Þumallinn ofaná

    6. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Þegar þú hefur náð að leggja stöngina rétt í lófa þér, þá ert þú kominn með upphafsstöðu eins algengasta grips veiðimannsins, þumallinn ofaná.

    Framkast
    Bakkast

    Þumallinn ofan á er eitt þriggja algengustu gripa sem notuð eru. Mel Krieger og lærlingur hans Christopher Rownes mæla eindregið með þessu gripi og telja það öllum öðrum betur gert til að hjálpa veiðimanninum að hlaða stöngina. Aðrir spekingar setja helst út á þetta grip að veiðimenn sem nota það hneigist frekar en aðrir til að rykkja í og/eða ýta stönginni sem bíður heim hættunni á að stangartoppurinn sé látinn um alla vinnuna.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Í lófa þér…

    5. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Einn vanmetnasti hluti flugukastsins er gripið. Oftar en ekki, og þá sérstaklega hjá þeim sem hafa lært listina af sjálfum sér, er gripið rangt og heldur áfram að vera rangt allt þar til reyndur kastkennari tekur mann á beinið. Þannig er því farið með mig og því ætla ég að leita mér aðstoðar.

    Ég hef heyrt því fleygt að ein algengasta ástæða þess að menn leita til kastkennara sé að þá langi, en nái ekki tökum á tvítoginu (double haul). Og hvers vegna vilja menn endilega læra tvítog? Jú, til að ná lengri köstum. En sannleikurinn er sá að oft á tíðum geta veiðimenn náð jafn löngum köstum án tvítogs, læri þeir undirstöðurnar fyrst; rétt grip og stöðugan úlnlið.

    Þegar ég byrjaði að leita mér upplýsinga um rétt grip rakst ég auðvitað á þetta klassíska; þumallinn ofan á, vísifingur fyrir neðan. Svo rakst ég á aðra grein, þumallinn ofan- og utanvert á haldinu, vísifingur ofaná og fram. Auðvitað fór ég á stúfana og leitaði enn meira og þá kom; þumallinn ofan og utanvert og vísifingurinn gagnstætt. Reyndir veiðimenn og kennarar halda væntanlega áfram um ókomna framtíð að þrátta um hvert sé rétta gripið, allt þar til þeir mögulega komast að þeirri málamiðlun sem mér finnst rökrétt; rétt grip er það grip sem hverjum og einum hentar, svo lengi sem mönnum tekst að halda því út í gegnum kastið og ekki losnar upp á úlnliðnum.

    En einhvers staðar þurfum við að byrja. Hvar í lófanum á stöngin heima?

    Rétt staðsetning
    Gripið

    Leggðu stöngina í lófa þér þannig að handfangið liggi rétt fyrir neðan fremri lið vísifingurs og á ská yfir á bergið ofan við litlafingur. Byrjaðu á því að kreppa litla-, baug- og löngutöng um handfangið (ekki of fast). Læstu síðan gripinu með því að þrýsta fingugómum þumals og vísifingurs að handfanginu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Casts that Catch Fish

    2. febrúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Á YouTube má finna ágæta stubba úr myndbandinu Casts that Catch Fish frá On the Fly. Þetta eru stuttar klippur um algengustu mistökin í fluguköstum og hvernig má ráða bót á þeim, ekki ólíkt þeim molum sem ég hef verið að setja hér á bloggið. Því miður má ég ekki birta klippurnar hérna á síðunni, en ég hvet menn til að skoða þær á YouTube með því að smella hér.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kastklukka?

    28. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Hvað er maðurinn alltaf að tala um ‘klukku’ þegar hann er að lýsa köstum? Er hann virkilega svona tímabundinn?

    Ekki nema von að einhver spyrji, en þegar vísað er í klukkuna þegar lýst er ferli eða stöðu stangar, þá er um ímyndaða klukku að ræða þar sem veiðimaðurinn stendur inni í henni með fæturnar c.a. kl.6 og andlitið vísar að kl.9  Með þessu er hægt að lýsa ferli stangarinnar alveg frá lægstu stöðu í inndrætti (á milli kl.8 og 9) og aftur til aftara stopps um kl. 1  Með þessa klukku til hliðsjónar getum við sagt að kasttíminn sé á milli kl. 11 og 1. Því styttri kasttíma sem við náum, því minna bil verður á milli neðri- og efri hluta línunnar í kastinu, þ.e. kasthjólið verður minna og línan tekur minni vind á sig, köstin verða fallegri. Og, nei, þegar ég er að veiða þá er ég aldrei tímabundinn.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Double haul – Tvítog

    26. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Rétt tvítog getur hjálpað þér að ná lengri köstum. Eins er gott að hafa það í huga að með tvítogi þrengist kasthjólið og það verður því fyrir minni áhrifum vinds en ella, eitthvað sem kemur sér oft vel á Íslandi.

    1 – Þegar þú hefur tekið línuna upp og ert lagður af stað í bakkastið, togaðu ákveðið í hana þannig að stöngin hlaði sig enn meira en aðeins fyrir áhrif línunnar í vatninu.

     

     

     

     

    2 – Þegar bakkastinu er við það að ljúka, leyfir þú línunni að renna eins langt aftur og hleðsla stangarinnar leyfir. Gættu þess aðeins að sleppa ekki of mikilli línu út í bakkastið þannig að hún kuðlist ekki niður fyrir aftan þig. Þegar línan hefur rétt fyllilega úr sér, hefur þú framkastið …..

     

     

     

     

     

    3 – Á sama máta og þú hófst bakkastið, togar þú ákveðið í línuna í upphafi framkastsins þannig að stöngin hlaðist enn og aftur.

     

     

     

     

     

    4 – Þegar stöngin nálgast stoppið kl. 11, sleppir þú línunni (leyfir henni að renna lausri í hendi) þannið að það lengist í kastinu.

     

     

     

     

    Tímasetningin í tvítogi skiptir miklu máli og mörgum hefur reynst erfitt að samhæfa hreyfingar línu- og stangarhandar þannig að krafturinn nýtist til fullnustu, en í þessu eins og flestu öðru þá gildi að æfa, æfa, æfa ……..

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 13 14 15 16 17 … 19
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar