Flýtileiðir

Kastklukka?

Smellið fyrir stærri mynd

Hvað er maðurinn alltaf að tala um ‘klukku’ þegar hann er að lýsa köstum? Er hann virkilega svona tímabundinn?

Ekki nema von að einhver spyrji, en þegar vísað er í klukkuna þegar lýst er ferli eða stöðu stangar, þá er um ímyndaða klukku að ræða þar sem veiðimaðurinn stendur inni í henni með fæturnar c.a. kl.6 og andlitið vísar að kl.9  Með þessu er hægt að lýsa ferli stangarinnar alveg frá lægstu stöðu í inndrætti (á milli kl.8 og 9) og aftur til aftara stopps um kl. 1  Með þessa klukku til hliðsjónar getum við sagt að kasttíminn sé á milli kl. 11 og 1. Því styttri kasttíma sem við náum, því minna bil verður á milli neðri- og efri hluta línunnar í kastinu, þ.e. kasthjólið verður minna og línan tekur minni vind á sig, köstin verða fallegri. Og, nei, þegar ég er að veiða þá er ég aldrei tímabundinn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com