
Hvað er maðurinn alltaf að tala um ‘klukku’ þegar hann er að lýsa köstum? Er hann virkilega svona tímabundinn?
Ekki nema von að einhver spyrji, en þegar vísað er í klukkuna þegar lýst er ferli eða stöðu stangar, þá er um ímyndaða klukku að ræða þar sem veiðimaðurinn stendur inni í henni með fæturnar c.a. kl.6 og andlitið vísar að kl.9 Með þessu er hægt að lýsa ferli stangarinnar alveg frá lægstu stöðu í inndrætti (á milli kl.8 og 9) og aftur til aftara stopps um kl. 1 Með þessa klukku til hliðsjónar getum við sagt að kasttíminn sé á milli kl. 11 og 1. Því styttri kasttíma sem við náum, því minna bil verður á milli neðri- og efri hluta línunnar í kastinu, þ.e. kasthjólið verður minna og línan tekur minni vind á sig, köstin verða fallegri. Og, nei, þegar ég er að veiða þá er ég aldrei tímabundinn.
Senda ábendingu