Flýtileiðir

Hnýtingakvöld SVAK í febrúar

Í tilefni af Febrúarflugum ætlar Stangaveiðifélag Akureyrar að bjóða gestum og gangandi upp á tvö hnýtingakvöld í Brekkuskóla 2. febrúar og 9. febrúar kl 19:30-21:30.

Kennarar verða þeir Jón Bragi Gunnarsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson. Áhugasamir eru hvattir til að taka með sér græjur en vitaskuld verða áhöld og efni til staðar fyrir þá sem enn hafa ekki fjárfest í slíku. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir að þátttakendur staðfesti mætingu með því að senda póst á svak@svak.is og nýta þá tækifærið til að láta vita hvort þeir óski eftir áhöldum og efni.

FOS mælir sterklega með því að áhugasamir bregðist fljótt og vel við og nýti sér þetta kostaboð SVAK.

Ef þú ert enn að velta fyrir þér Febrúarflugum eða hvernig þú getur lagt þitt að mörkum, þá er eins líklegt að svarið sé að finna hérna á FOS.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *