Flýtileiðir

Sú átti að vera þessi

Nei, nei, ekki þessi fyrir neðan, heldur þessi. Það var nefnilega hnippt í undirritaðan og honum vinsamlegast bent á að rauða flugan hennar Helgu gengi undir nafninu Þessi Rauða, en ekki Sú Rauða. Beðist er velvirðingar á þessu klúðri undirritaðs og nú hefur nafn flugunnar verið leiðrétt og hún færð til um stað á síðunni yfir Flugur hér á FOS.

En af því að það er sunnudagur, þá var 148. flugunni bætt inn á FOS í morgunsárið. Að þessu sinni stóðst ég ekki mátið að bætti enn einni gamalli, klassískri votflugu í safnið. Þessi er að öllum líkindum ensk, birtist fyrst í bók Mary Orvis Marbury, Favorite Flies árið 1892 á bls. 220 og 222. Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða betur flugu nr. 148 sem birtist hér á síðunni.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *