Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá eru Febrúarflugur í gangi einmitt núna. Ein þeirra flugna sem brá fyrir í Febrúarflugum fyrir nokkrum árum var Þessi rauða frá Helgu Gísladóttur. Það var kannski eins gott að undirritaður var ekkert að æsa sig að krefja Helgu um uppskrift að flugunni, því sú sem birtist hér fyrst var hálfgerður unglingur, ekki búin að taka út fullan þroska eins og hún virðist hafa gert núna. Feikilega vinsæl fluga í Veiðivötnum og víðar, hef meira að segja heyrt af henni lítið dressaða á votflugukrók #12 fyrir lækjarsprænur þar sem hún gerði góða hluti. Þessi Rauða er fluga nr. 147 sem birtist hér á FOS. Þú getur skoðað uppskriftina að flugunni með því að smella á myndina hér að neðan.










Senda ábendingu