Febrúarflugur fóru ljómandi vel af stað þetta árið, 139 flugur komu inn og hafa þegar verið settar inn á myndasafn ársins á FOS. Spjallþráður hópsins (Vildarvinir Febrúarflugna) var líflegur og margir nýttu sér að skjóta inn upplýsingum um afslætti og sérkjör sem meðlimum hópsins standa til boða, auk þess að spyrjast fyrir um hitt og þetta sem aðrir í hópnum svöruðu greiðlega.
Þannig að það tekið örstutt saman; þá bíður Flugubúllan 25% afslátt, Veiðibúð Suðurlands 25% afslátt, RÖD bíður sérverð á hnýtingastandi og Valdimarsson fly fishing 30% afslátt. Vonandi hefur ekkert farið framhjá FOS af því sem stendur til boða, en það skal ítrekað að besta leiðin til að koma velvild (viðburði, afslætti eða sérkjörum) á framfæri er að senda FOS tölvupóst á fos@fos.is sem sér um að birtia tilkynningar, í stað þess að kaffæra spjallþráðinn 🙂
Rétt aðeins að minna á Fluguhnýtingakvöld á Akranesi sem verður eftir viku, það er greinilegur áhugi á þessu kvöldi og þegar hafa 12 manns boðað sig og 14 að hugsa málið.










Senda ábendingu