Líkt og undanfarin ár njóta Febrúarflugur stuðnings öflugra styrktaraðila og kunnum við þeim öllum miklar þakkir fyrir. Sami háttur verður hafður á veitingu viðurkenninga fyrir þátttöku í Febrúarflugum eins og verið hefur, dregin verða út nöfn heppinna einstaklinga sem hljóta einhverja þeirra fjölmörgu viðurkenninga sem styrktaraðilarnir hafa látið í té.
Styrktaraðilarnir Febrúarflugna 2024 eru Flugufréttir – Kolskeggur – Veiðikortið – Veiðiflugur – Vesturröst – Veida.is – Flugubúllan – Ívar’s Fly Workshop – Veiðihornið og þeir sem tök hafa á hafa verið duglegir að vekja athygli á Febrúarflugum og gera vel við hnýtara það sem af er febrúar. Enn og aftur, takk kærlega fyrir að gera FOS kleift að veita nokkrum heppnum hnýturum viðurkenningar fyrir þátttökuna þetta árið.
Af Febrúarflugum er það annars helst að frétta að nú þegar hafa borist á fjórða hundrað flugur í mánuðinum og á bak við þær standa 90 hnýtarar og margir þeirra að sýna frumraunir sínar í Febrúarflugum. Velkomin öll og takk fyrir að vera með.
Á innan við viku hefur meðlimum hópsins fjölgað um tæplega 70 aðila, bæði innlendum og erlendum sem áhuga hafa á flugum og fluguhnýtingum. Á sama tíma hefur áskrifendum* og gestum FOS sömuleiðis fjölgað ört síðustu daga og flestir skoða heimasíðu Febrúarflugna þar sem m.a. má finna myndasafn þeirra flugna sem komið hafa fram árið 2024 auk flugna hvers árs allt frá 2015.
* áskrift að FOS er gjaldfrjáls og án allra skuldbindina, áskrifendur fá tilkynningar um nýtt efni í tölvupósti um leið og það birtist.



















Senda ábendingu