Flýtileiðir

Einstakt heiti

Þar sem enginni Flugunafnanefnd hefur verið komið á fót, þá geta hnýtarar leikið sér með heiti nýrra flugna eins og þeim sýnist. FOS lék forvitni á að vita hvort hnýtarar tékkuðu á því hvort þegar væri til fluga með ákveðnu nafni og hvernig þeir brigðust þá við. Spurningin var einföld: Ef þú gefur flugu nafn, athugar þú hvort fluga sé þegar til með sama nafni?

Ríflega helmingur hnýtara (43) athugar hvort fyrirhugað heiti flugu sé þegar ‘frátekið’ (45.7 + 7.4%) áður en þeir opinbera heiti hennar. Af þeim sögðust 6 halda sig við fyrirhugað heiti en 37 sögðust finna eitthvað nýtt heiti á hana. Eins og við flestar aðrar spurningar í könnuninni bárust ýmis afbrigði þessara svara eða smellnum athugasemdum. Þeim smellnu verða gerð skil síðar.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *