Flýtileiðir

Flóðatafla 2024

Vegna fjölda fyrirspurna þá höfum við nú birt flóðatöflu næsta árs (2024) á FOS nokkru fyrr en venjulega. Taflan er með hefðbundnu sniði, í henni má sjá helstu tyllidagar, sólarupprás, sólsetur, dagslengd og tunglstöðu ásamt tímasetningu og hæð árdegis- og síðdegisflóða. Að venju bendum við á að hér er um útreiknaðar tímasetningar að ræða sem geta vikið frá rauntíma um nokkrar mínútur. Allar tímasetningar miðast við Reykjavík (64.1500° N, 21.8500° W) og eru birtar án ábyrgðar.

Flóðatöflu 2023 og 2024 má nálgast á PDF formi til niðurhals á síðunni hérna.

Senda ábendingu

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *