Flýtileiðir

Þegar urriðanum leiðist

Árið 2009 tók Norska ríkissjónvarpið sig til og sendi beint út frá 7 klst. langa lestarferð frá Bergen til Óslóar. Þetta þótti afar sniðugt og fékk mikið áhorf þannig að NRK tók upp þráðinn 2010 og sendi út nokkrar aðrar lestarferðir. Sannast sagna var ekkert mikið um að vera í þessum útsendingum, fallegt landslag, annað slagið datt inn einhver áfangastaður, en þar fyrir utan var þetta afskaplega rólegt enda fékk þetta heitið Slow TV. Þegar áhorfið fór að dala, þá bættu þeir inn einu og einu viðtali, jafnvel skemmtiatriðum þannig að þeir misstu ekki allt áhorfið. Sniðugt og þetta virkaði.

Mér datt þetta í hug þegar ég var að fylgja flugunni minni eftir í rólegheitunum með stangartoppinum og passa að hún færi ekki of hratt eða of hægt. Ég var eiginlega svolítið eins og tökumaðurinn hjá NRK, þetta var allt fyrir fram ákveðið, ég þurfti bara að passa að flugan dytti ekki úr fókus. Það sem angraði mig samt var eigin upplifun af SlowTV, mér leiddist þetta alveg óskaplega. Gæti urriðanum leiðst þessi hægagangur, ekkertaðgerast.is?

Stutta svarið er einfaldlega já, honum getur leiðst þetta eða öllu heldur hann leiðir oft hjá sér fæðu sem sker sig ekkert úr öðru sem flýtur hjá ef hann er ekki svangur. Í þeim tilfellum sem fiskurinn sýnir agninu engan áhuga, þá þarf eitthvað meira að koma til þannig að hann taki. Eitt er að skipta um flugu, setja einhverja undir sem fylgir alls ekki því sem er á borðinu í það og það skiptið. En svo er líka til það sem er oft einfaldast, veldu þér tímapunkt á dauða rekinu og hættu að passa upp á það. Kipptu í fluguna, ventu línunni (e: mend) þannig til að hún stöðvast eitt augnablik en kippist síðan til þegar straumurinn hefur gripið línuna, gerðu bara eitthvað eða ekki neitt.

Hversu oft hefur þú gleymt þér eitt augnablik, hætt að vanda þig og flugan tekur á skrið, skautar í allt aðra átt heldur en hún er búin að vera stefna í? Og hvað gerist, jú fiskurinn tekur eftir þessari óeðlilegu hegðun og rándýrið í honum vaknar. Eitt það einfaldasta sem hægt er að gera er að gera ekki neitt, svona rétt undir lokin á því að rennsli flugunnar er að ljúka, leyfðu straumnum að taka fluguna, skauta með hana út í strauminn eða upp að bakkanum. Hugsaðu eins og NRK, áhorfendur missa áhugan ef ekkert er að gerast, rjúfðu dagskránna og smelltu inn eins og einu skemmtiatriði annars slagið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com