Ég vinn með tilfinningar

Í mörg ár hef ég verið að hamast við að byggja upp tilfinningar gagnvart flugustöngunum mínum. Ég þarf ekkert að eiga stöng lengi til að fá á tilfinninguna hvort mér líki hún eða ekki, þannig að það er ekki það sem ég er að byggja upp. Nei, en ég þarf stundum langan tíma til að fá það á tilfinninguna hvernig stöngin er að hlaða sig og hvenær hún hefur náð æskilegri eða of mikilli hleðslu.

Að finna er afar algengt orð í allri umræðu um flugukast og sumum finnst beinlínis óþægilegt að finna hvort stöng hefur hlaðið sig í kastinu á meðan aðrir stóla á að stöngin svari spurningu handarinnar um hleðslu í gegnum gripið. Síðastliðinn vetur lenti ég á netspjalli (hópspjall) þar sem flugukastkennari sat fyrir svörum og hann var harður á því að bestu flugukastararnir finni ekkert í kasthendinni hvernig stönginni líður með hleðsluna, góð hleðsla og hröðun stangarinnar er svo fullkomin að stöng og hendi renni saman í eitt og skiptist ekkert á tilfinningum.

Í mín eyru hljómaði þetta eins og útópía, eitthvað afar fjarlægt sem ég ætti trúlega aldrei eftir að ná eða upplifa, en svo voraði, bæði á dagatalinu og í sálinni og ég fór í veiði. Þá gerðist það að nýleg stöng sem ég hef tekið ákveðnu ástfóstri við, hætti einfaldlega að láta mig vita hvenær henni líkaði hleðslan, það eina sem hún tjáði mér var hvenær línan væri nærri búin að rétta úr sér, hvenær ég ætti að stoppa og ef ég gerði eitthvað svo vitlaust að hún gat ekki orða bundist. Kannski hafa fleiri stangir hagað sér svona, ég bara ekki tekið eftir því. Það hefur hvarflað að mér að eftir þetta netspjall hafi ég verið meira meðvitaður um gott samband mitt við flugustöngina, ef allt er í lagi, þá fær maður ekki skilaboð. Auðvitað ætti þetta að vera svona, maður á bara að fá villuboðin, ekki sífelldar tilkynningar um að allt sé í lagi.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com