Tíu í röð

Hefur þú í einhvern tíma lent í því að kaupa kúlur af ákveðinni stærð en fá eitthvað allt annað upp úr pokanum en þú áttir von á þegar heim er komið? Ég er ekki að gera því skóna að þú veiðir upp króka eða koparvír úr pokanum, en þú gætir fengið aðra stærð af kúlum heldur en þú áttir von á.

Þegar aðeins 1/5 úr mm skilur stærðirnar að þá getur verið svolítið erfitt að greina á milli stærða og þá er gott að eiga hjálpartæki, eins og t.d. skíðmál.

En það eru ekki allir svo vel settir að eiga svona græju og þá þarf að hugsa út fyrir boxið eins og benti hnýtara á sem leitaði ráða hjá FOS. Einföldustu lausnirnar, þær sem ættu að liggja í augum uppi eru stundum afar fjarlægar þegar menn leita ráða hjá Google, en það eina sem þarf er reglustika og 10 kúlur.

Raðaðu 10 kúlum í röð á eða við reglustikuna og lestu af henni, deildu í heildarlengdina með 10 og þú veist upp á hár af hvaða stærð kúlurnar eru. Einhverjum kann að þykja þetta svo augljóst að ekki þurfi að nefna þetta, en ekki gleyma því að flestir hnýtarar eru líka veiðimenn og veiðimenn eru smá græjufíklar og leita því stundum langt yfir skammt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com