Þurrflugur með topp

Nei, nú er ég ekki að skrifa um þurrflugur með hárkollu eða toppflugur almennt, bara þurrflugur með þyrlutopp úr gerviefni eða CDC, t.d. Klinkhammer.

Hér um árið, finnst það hafa verið fyrir löngu síðan en það var trúlega bara fyrir einu til tveimur árum, fann ég það út eða var bent að á nota hvítan tökuvara vegna þess að ég átti afar erfitt með að sjá aðra töluvara. Síðan þá hef ég alltaf gengið úr skugga um að eiga slíkan tökuvara og hef sett í nokkrar þurrflugur með hvítum toppi til svipaðra nota og þetta hefur bara virkað mjög vel, yfirleitt.

Það koma samt upp þær aðstæður að hvítur tökuvari eða þurrfluga með hvítum toppi sést bara ekkert sérstaklega vel og þá er ég alveg jafn blindur og áður á staðsetningu flugunnar eða tökur fisksins. Mér, rétt eins og öðrum mannskeppnum, hættir til að sveiflast öfganna á milli og því prófaði ég einlita svarta þurrflugu þegar sú með hvíta toppinum hvarf mér sjónum (ekki í kjaft fisksins). Og viti menn, þessi einlita svarta sást alveg ágætlega á meðan sú ljósa með hvíta toppinum hvarf mér sjónum.

Ég fór því á stúfana og fann túss eða öllu heldur tússpenna og dundaði mér við að lita hvítan tökuvara svartan og undir þessum kringumstæðum sá ég þann svarta álíka vel og ég hafði áður séð þann hvíta. Þessar umræddu kringumstæður eru þegar sólin er lágt á lofti og beint á móti kaststefnunni hjá þér, glæran (spegillinn á vatninu) getur einfaldlega drepið ljósan lit á flugu, frá þér séð, og það sama á við um ljósa töluvara.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com