Flýtileiðir

Það má skipta um skoðun

Eitt af undrum fluguveiðinnar, sem margir að vísu gleyma, er að flugulínan ferðast sömu slóð og toppur stangarinnar. Þetta getur vissulega orðið til vandræða, eins og til dæmis þegar maður ‘óvart’ sveigir stangartoppinn í síðasta framkastinu, línan skýst fram en tekur allt í einu upp á því að beygja af leið og lenda á allt öðrum stað en maður ætlaði henni.

Til að halda umræðunni á jákvæðu nótunum, þá er rétt að nefna hér stóra kost þessarar hegðunar. Segjum sem svo að við séum búin að leggja línuna niður, snúum nefinu vitaskuld í átt að skurðpunkti línunnar við vatnið og erum byrjuð að draga inn, þegar …. við verðum vör við að fiskurinn er að gúffa í sig æti hægra megin við okkur, vel innan kastfæris. Hvað er til ráða? Draga inn með hraði, lyfta línunni upp úr vatninu, snúa okkur í 90° og leggja af stað í ótilgreindan fjölda falskasta til að koma flugunni niður fyrir framan fiskinn? Vissulega hægt, en það er líka til auðveldari leið sem nýtir sér tregðu vatnsins og fylgni línunnar við feril stangartopps.

Leyfðu línunni að liggja í vatninu, haltu stangartoppinum alveg niðri við vatnsborðið og teiknaðu 90° (+/-) horn með með auknum hraða þar til toppurinn vísar í þá átt sem þú vilt kasta. Án þess að stoppa, lyftu stönginni upp með sama hætti og gert er í veltikasti og kastaðu beint út. Vatnið hjálpar þér að hlaða stöngina og því er engin þörf á falskasti.

Ef rétt er gert, þá mun línan fylgja boganum sem þú teiknaðir með stangartoppinum, lyftast upp úr vatninu og fara beint fram á nýja staðsetningu. Auðvitað er þetta bara veltikast, eini munurinn er upphafið þegar þú teiknaðir þennan huggulegan boga á vatnið sem línan fylgdi síðan.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com