Flýtileiðir

Eigðu þér markmið

Að skjóta í mark, hvort sem það er með byssu eða bolta í skemmtigarði er alveg ágæt skemmtun. Það er ákveðin leikni sem felst í þessari afþreyingu og auðvitað keppni, gera betur heldur maður sjálfur hefur gert eða einfaldlega betur heldur en næsti maður. Svo er það þetta með verðlaunin, þau freista flestra.

Til að fá verðlaunin þarf maður að skjóta í markið, eiga sér markmið. Auðvitað er hægt að taka alla körfuna af boltunum og sturta úr henni í átt að markinu í þeirri von að einhver bolti nái því, en árangurinn er sjaldnast fyrirhafnarinnar virði. Ef maður velur sér einn bolta og leggur alúð í kastið og gerir það markvisst, þá aukast líkurnar verulega.

Minnugur þess að lesandi hafði samband og tjáði mér að hann hefði fengið alveg nóg af orðaleikjum sem birtust, þá ætla ég að sleppa frekari myndlíkingum og orða þetta hreint og beint; Ef þú ert ekki að leita að fiski, þá er óþarfi að kasta flugunni út og suður í sífellu, hættu að spreða köstum á fisk ef þú þykist sjá eða vita hvar hann liggur. Notaðu færri og vandaðri köst þannig að þú náir að leggja agnið niður á þann stað sem líklegast er að fiskurinn nái að festa augu á því. Fleiri ónákvæm köst með tilheyrandi truflun í vatninu gera lítið annað en eyða eigin orku og umburðarlyndi fisksins, hvoru tveggja á sér takmörk og það er bara tímaspursmál hvort klárast fyrst.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com