Flýtileiðir

Er klukkan þín rétt?

Þegar ég er í veiði þá gleymi ég reyndar oftast hvað tímanum líður og mér er alveg sama. Stundum ranka ég við mér þegar innbyggð klukka mín er kominn að þolmörkum og garnagaulið er orðið svo hátt að allur fiskur fælist, en stundum finnst mér ég vera búinn að vera að svo tímunum skiptir sem var svo bara korter. Það síðara á helst við þegar ekkert er að gerast eða allt gengur á afturfótunum hjá mér.

Einu sinni var sagt við mig að ég ætti aðeins að kasta flugu á milli kl.10 og 14  Svo var því viðmiði breytt í að kasta aðeins á milli kl.11 og 13. Hverjum datt þetta í hug veit ég ekki, en svo getur líka verið að einhver hafi horft á mig og hugsað með sér; Fyrst hann getur ekki stoppað kl.10 og kl.14, þá segi ég honum bara að stoppa kl.11 og 13.

En, vitið þið hvað? Ég er bara oft að veiða á allt öðru tímabili heldur en þessar staðsetningar á kastklukkunni segja til um og það er hreint ekkert að stoppunum mínum, hvorki í fram- eða bakkastinu. Hvernig í ósköpunum má það vera að köstin virki þrátt fyrir að ég sé með svona ranga kastklukku? Svarið við þessari spurningu getur verið margþætt. Heimilisfastur vinur okkar hér á Íslandi, vindurinn getur t.d. haft töluvert um það að segja að ég verð að stoppa 11:15 og 12:45 ef ég þarf að búa til sérstaklega þröngan bug á línuna til að koma henni fram hjá eða í gegnum vindinn. Að sama skapi getur langt kast beinlínis kallað á að stoppa 10:45 (eða 10:30) og 13:15 því þá er ég með meiri línu á lofti og veitir ekkert af þessu tíma á milli stoppa. Neibb, kastklukkan er hreint ekki heilög á milli kl.11 og 13.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com