Flýtileiðir

Þær eru ekki allar eins

Það þarf víst ekki að taka það fram að stangir eru mismunandi, þetta vitum við og flest tökum við mark á þessu þegar við veljum stöng þegar komið er á veiðistað. Nú er ég ekki að tala um mismunandi framleiðendur eða tegundir stanga, heldur styrkleika þeirra eftir þyngd og lengd. Síðustu ár hef ég verið gjarn á að lengja aðeins í vali stanga, hvort sem það er nú alltaf rétt eða ekki en á sama tíma hef ég haldið mig (að mestu) við ákveðna þyngd þeirra, þ.e. skv. AFTM skalanum.

Þó nýtísku stangir séu margar hverjar seldar með hástemmdum yfirlýsingum um aukna nákvæmni án þess að rýra notagildi þeirra til lengri kasta og viðureignar við stórfiska, þá er gamla góða skilgreiningin á hæfni stanga til nákvæmni, lengdarkasta og viðureignar alltaf svolítið umlykjandi.

Stangir #2 til #5 hafa lengi verið taldar heppilegar til nákvæmniskasta og ljúfari framlagningar á meðan stangir #6 til #9 eru taldar heppilegri fyrir lengri köst og #10 og upp úr fyrir viðureign við stórhveli. Að þessu sögðu, þá búa allar stangir yfir einhverri hæfni úr þessum þremur flokkum, mismunandi mikið en allar eitthvað. Það er kannski helst hæfni stanga til að eiga við stórhveli sem erfist illa niður í léttari stangir.

Svo er það þetta með lengdina, þar hafa menn lagt óljósa línu sem eins og margar aðrar línur getur sveigst og bognað eftir tegundum stanga og hefur vissulega gert það síðustu árin. Stuttar stangir (7 til 9 fet) er almennt talið henta betur í kröftugan fisk á meðan lengri stangir (9,5 fet og lengri) fyrir nákvæmi og léttleika í viðureign við smærri fisk.

Eins og ég nefndi, þá hafa stangir hin síðari ár verið að sveigja þessi lengdarviðmið töluvert. Nýjar framleiðsluaðferðir hafa aukið styrkleika lengri stanga þannig að margar þeirra henta ágætlega í viðureign við stærri fisk og því vel þess virði að skoða lengri stangir. Mín reynsla er að lengri stöng hentar mér betur heldur en stutt og þá er það ótvíræður kostur að geta, með skynsamlegum hætti, átt við fisk sem óvænt er í stærri kantinum á minn mælikvarða.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com