Flýtileiðir

Fastur á línunni

Það er farið að fjara undan því að yngra fólk þekki hugtök eins og að vera fastur á línunni, eiga langlínusamtal eða leggja tólið á. Allt eru þetta hugtök sem tengjast GSMS (gömlum síma með snúru) sem er nánast horfinn af sjónarsviðinu, nú eru allir þráðlausir og geta því ekki verið fastir á línunni eða límdir við tólið, bara fastir við skjáinn.

Svo er það þetta með langlínuna. Langlína var símtal sem var ekki beint yfir í næsta hús, heldur landshluta á milli og kostaði aðeins meira en innanbæjarsímtal og því ekki sjálfsagt að leyfa hverjum sem er að eiga slík símtöl á sinn kostnað. Kostnaður þessara langlínusímtala var meiri vegna þess einfaldleg að það fór meira rafmagn í að hringja landshluta á milli, það var sem sagt orkufrekara heldur en innanbæjarsímtal. Ekki ósvipað því að veiða stutt eða þenja kastið eitthvað langt út í buskann. Stutt kast útheimtir minni orku heldur en langt, hjá flestum. Góður kastari eða ætti ég öllu heldur að segja betri kastari sem kann skil á helstu reglum flugukastsins og hefur náð að tileinka sér þær, þarf hreint ekki að leggja neitt mikið meiri orku í kastið ef það á að fara eitthvað lengra. Það eitt í sjálfu sér að spara orkuna og leggja meiri áherslu á tæknina er göfugt markmið hvers kastara og getur skilað sér í ómældri lengdaraukningu kasta. Smáatriðin eins og að passa upp á slaka línunnar, tímasetningu kastsins og jafna og mjúka hröðun stangarinnar geta skipt miklu meira máli heldur en aukin orkunotkun. Nái menn að slípa þessa þrjá þætti saman og máta þá reglulega við stöngina sína, þá er alveg eins líklegt að þeir nái langlínusamtali við fiskinn með sama orkukostnaði.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com