Flýtileiðir

Er ég að kasta allri tölunni?

Ég er yfirleitt alltaf á oddatölu, þ.e. þegar ég er með flugustöng. Að vísu á ég stangir sem eru á sléttri tölu, en einhverra hluta vegna þá hefur mér alltaf þótt oddatölur eiga betur við þá veiði sem ég stunda. Hvort ég sé alltaf að nota þessa oddatölu alveg til fullnustu er svo allt annað mál.

Trúlega kemur það oftar en ekki fyrir að ég falli undir túlkun Ed Jaworowski sem hann setti fram í The Cast: Theories and Applications for More Effective Techniques um fluguveiðimenn sem ættu beinlínis að nota þyngri línu á stangirnar sínar heldur en númer þeirra segir til um.

Þetta set ég fram þvert ofan í mitt persónulega álit að vera ekkert að yfirspekka stangir, heldur nota rétt númer en prófa aðra uppsetningu af línu (hvernig hún er byggð) ef sú gamla virkar ekki. Línan þarf reyndar ekkert að vera gömul, ég hef alveg lent í því að kaupa línu af réttri þyngd en hún virkaði bara alls ekki. Ed aftur á móti beinlínis segir veiðimönnum sem alltaf veiða stutt að nota einu númeri þyngri línur en stöngin segir til um. Þetta styður hann með þeirri röksemd að AFTM kerfið gerir ráð fyrir besta samspili stangar og línu þegar þú ert með 30 fet hennar á lofti og tekur sem dæmi að sú lína á stöng #5 sé um það bil 140 grain. Ef þú ert aftur á móti alltaf í stutta spilinu, segjum 20 fetum, þá ert þú aldrei með meira en 100 grain á lofti af línu #5 og þessi 100 grain er um að bil þyngdin á línu #3. Til þess að nýta allt það sem stöng #5 hefur upp á að bjóða í stutta spilið (20 fet eða skemmra) þá er þér alveg óhætt að vera með línu #6 og þú þarft ekkert að óttast að yfirhlaða stöngina.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com