Gamalt tól

Stundum er einfaldlega best að kíkja í gömlu verkfærakistuna þegar eitthvað þarf að laga. Þannig upplifði ég það í sumar sem leið þegar stangartoppurinn minn lak endalaust niður úr fremra stoppi í kastinu og úr varð einhver ókunnug lúppa sem gerði ekkert annað en hnýta vindhnúta í bakkastinu.

Já, það er ekki öllu gefið að búa til vindhnúta í bæði fram- og bakkastinu eins og mér, en það var tímabundið vandamál sem leystist þegar ég rifjaði upp gamalt og gott ráð sem felur í sér hamar og þumal, þó ekki þannig að þumallinn færi undir hamarinn.

Ef þú átt erfitt með að hemja þig og nær ekki ákveðnu fremra stoppi, ímyndaðu þér þá að þú sért með hamar í höndunum og standir þversum í dyragætt. Hreyfðu kasthöndina þannig að þú rekir hamarinn hvorki í dyrakarminn í fram- eða bakkastinu og þér lærist fljótleg að setja ákveðið stopp í kastið, í báðar áttir.

Ef maður bætir svo þumalfingrinum á skaftinu við og passar að hafa hann alltaf í sjónsviðinu, þá er nokkuð öruggt að þú hreyfir kasthöndina ekki of langt aftur eða of langt fram og úr verður snyrtilega lúppa sem lætur vindhnútana alveg vera.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com