Gáran, vinur minn

Einhverra hluta vegna, þá finnst mér eins og það skipti miklu meira máli að læðast að fiski þegar hann er í rennandi vatni heldur en þegar hann er í stöðuvatni. Jú, ég geri mér alveg grein fyrir því að vera ekkert að vaða eins kúreki á sporastígvélum út í vatnið og stilla litagleðinni í hóf, en fyrir mér er fiskur í straum miklu styggari heldur en fiskur í kyrru vatni, kannski vegna þess að ég sé betur þegar þeir hrökklast undan mér þegar ég stend á árbakkanum.

Kyrrt veður er ekkert sérlegur vinur minn, hvorki í flugukasti né veiðimennsku. Mér finnst til dæmis miklu auðveldara að kasta flugu þegar það er smá gola eða vindur heldur en stafalogn og ég er ekki einn um þessa upplifun (Muna: ég þarf að segja ykkur af stafalogni við tækifæri).

Svo er annar kostur sem ég sé við smá golu eða vind, spegillinn á vatninu brotnar. Spegill á vatni er svolítið svipaður þeim sem við sjáum í CSI þáttunum í sjónvarpinu. Þetta er spegill séður úr annarri áttinni (okkar sem erum með hausinn fyrir ofan hann) en hann er gegnsær þeim sem eru undir honum, fiskinum. Þegar gáran leggst yfir vatnið, þá brotnar þessi spegill og fiskurinn sér alls ekki eins vel upp úr vatninu og við dettum út úr sjónsviði fisksins og getum fikrað okkur miklu nær honum heldur en ella.

Þá er bara eftir að taka sporana undan kúrekastígvélunum eða naglana undan vöðluskónum og vaða varlega í áttina að honum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com